Þessi algengi og fallegi kaktus gengur undir ýmsum heitum eins og haust-, nóvember-, eða krabbakaktus, algengasta heitið er þó að öllum líkindum jólakaktus. Sérstaklega þegar hann blómstrar um jólahátíðina.

Kaktusinn er uppruninn á Amasonsvæði Suður Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu, þar þar sem hann vex sem ásæta upp í trjákrónum. Ólíkt flestum öðrum kaktusum vex jólakaktusinn því í raka og skugga. Þetta gerir það að verkum að hann dafnar best í hálfskugga og þolir talsvert meiri vökvun en aðrir kaktusar. Kjörhiti hans er 15 til 20°C og gott er að gefa honum áburð meðan á blómgun stendur.

Fallegt er að hafa nóvemberkaktus í potti í glugga eða hengipotti þar sem blöðin og blómin slúta yfir brúnina á pottinum. Eftir að blómgun líkur er gott að hvíla kaktusinn á svölum stað og draga úr vökvun í nokkrar vikur.

Nóvemberkaktusa er hægt að fá í ýmsum litum, rauður, hvítur bleikur og lillablár.

- Vilmundur Hansen