Vorverkin í garðinum

Á vorin þarf að yfirfara garðinn og laga allt sem aflaga hefur farið um veturinn. Matjurtabeð þarf að stinga upp og gera tilbúin um leið og frost fer úr jörðu.

Þegar vorhreti og næturfrosti lýkur má fara að huga að því að taka til í blómabeðum og runnabeðum.

Grasflötina þarf að yfirfara á hverju vori. Laga ójöfnur með sandi og ef til vill skera burt fífla og reyta burt sóleyjar og annað illgresi áður en það nær rótfestu.

Þegar orðið er frostlaust má fara að planta í sumarblómabeð, svalakassa og tröppuker. En það er líka hægt að fá nokkrar tegundir sumarblóma sem nota má til að skreyta garðinn með strax í apríl. Þessar plöntur fást alltaf í Blómavali.

Einnig má kaupa ýmiskonar sígræna barrviði til að nota í kerjaskreytingar. Nóg er úrvalið og þótt barrviðirnir séu ekki eilífir skreyta þeir langt fram á vetur.

Byrjaðu vorverkin snemma

Á vorin þarf að yfirfara garðinn og laga allt sem aflaga hefur farið um veturinn