Jólarósir eru fjölærar og sígrænar plöntur af sóleyjaætt sem blómstra seint á
haustin og jafnvel um jólin í upprunalegum heimkynnum sínu í Mið- og Suður-
Evrópu.

Hér eru jólarósir aðallega seldar sem pottaplöntur eða afskorin blóm fyrir jólin
en planta getur lifað í garðskála og jafnvel utandyra á góðum stað og í hálfskugg
í garðinum og blómstra þá á vorin. Kýs rakan og basískan jarðveg.

Um 20 tegundir tilheyra ættkvíslinni Helleborus og er H. niger algengust í
ræktun. Blöðin sem vaxa upp af dökkum jarðstöngli eru dökkgræn og
leðurkennd viðkomu og standa níu til tólf sentímetra löngum stilk. Blómin
líkjast einföldum rósum, yfirleitt hvít eða ljósbleik að lit. Fjöldi afbrigða er í
ræktun og eru sum þeirra fyllt og með dröfnóttum blómum.

Heitið jólarós tengist þeirri trú að plantan sögð hafa blómstra í snjónum þar sem
tár ungra stúlku féllu á hana á jólanótt en stúlka er sögð hafa grátið vegna þess
að hún átti enga gjöf til að gefa Jesúbarninu.

Á miðöldum þótti gott að bera plöntun á hús til að bægja frá illum vættum í
skammdeginu. Plantan er öll eitruð.

- Vilmundur Hansen