Fáar eða nokkur planta er eins harðgerð og viljug til lífs innandyra hér
á landi eins og Sansevieriur. Svipmiklar og fallegar plöntur sem
einna helst þola illa kulda og of mikla vökvun.

Til eru fjöldi afbrigða af ættkvíslinni Sansevieria og mun heita heita í
höfuðið á ítölskum fursta frá 18. öld, Raimondo de Sangro frá San
Severi.

Ólík afbrigði geta verið hávaxin og lágvaxin og með grænum eða
röndóttum gulgrænum blöðum og kallast mörgum ólíkum nöfnum eins
og tannhvöss tengdamóðir, tengdamóðurtunga, snákasverð,
tengdapabbasverð eða sverð Abyssiníukeisar.

Plantan sem vex upp af jarðstöngli er uppruni í Vestur- og Suður-
Afríku var tekin til ræktunar sem pottaplanta um 1930 og hafa
vinsældir hennar vaxi jafnt og þétt síðan og hefur plantan líklega
aldrei verið vinsælli en í dag.

Sansevieriur þrífast best í sól eða hálfskugga en þola ekki að standa á
dimmum stað. Fín planta í suðurglugga hvort sem það er á heimilum

eða í opinberu rými. Kjörhiti er 16°C plús en þolir allt niður í 6°C en
hættir þá að vaxa.

Sansevieriur þola alls ekki ofvökvun og má þorna vel á milli. Vísasta
leiðin til að drepa plönturnar er með því að vökva þær of mikið.

Hefðbundin, sendin og eilítið kalkblönduð pottamold hentar þeim
best. Gott að vökva með vægri áburðalausn annað slagið. Þrífst best í
þröngum potti með góðu dreni.

Gott er að þurrka mesta rykið af blöðum plöntunnar annað slagið eða
skola það af undir volgu vatni. Sansevieriur eru einar af þeim plöntum
sem þykkja bestar til að hreinsa loftið á heimillum og vinnustöðum.

Trefjar blaðanna eru notaðar til vefnaðar. Blóm plöntunnar vaxa mörg
saman á stöngli og eru smá, stjörnulaga og ilmar vel.

- Vilmundur Hansen.