Almennir viðskiptaskilmálar Húsasmiðjunnar ehf.

Þeir viðskiptamenn sem sækja um reikningsviðskipti samþykkja viðskiptaskilmála Húsasmiðjunnar ehf. eins og þeir eru á hverjum tíma. Vakin er athygli á því að skilmálarnir geta breyst án fyrirvara og án sérstakrar tilkynningar.

Aðgerðir gegn peningaþvætti
Í samræmi við lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryjuðverka hefur Húsasmiðjan hefur sett sér sérstakar innri verklagsreglur þess efnis að móttaka reiðufjár að fjárhæð kr. 400.000 er heimil. Ekki er heimilt að móttaka reiðufé umfram það viðmið við hver kaup. Þá horfir Húsasmiðjan til þess að reiðufjárviðskipti einstakra viðskiptavina fari ekki yfir kr. 1.000.000 (einmilljónkróna) á 6 mánaðar tímabili. Fari viðskipti viðskiptavina yfir viðmið þetta mun Húsasmiðjan loka fyrir móttöku reiðufjárs. Opnað verður aftur fyrir viðskipti með reiðufé um leið og viðskiptavinur fellur undir viðkomandi viðmið. Verklagsreglur þessar eru innleiddar í samræmi við lög nr. 140/2018. Gerir Húsasmiðjan strangari reglur hvað varðar móttöku á reiðufé en lögin segja til um. Er það gert til að mæta sjónarmiðum opinberra aðila hvað varðar varnir gegn peningaþvætti. Stjórn Húsasmiðjunnar hefur innleitt sérstaka stefnu hvað varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og innleitt ítarlegar verklagsreglur. Þá mun verða innleitt sérstak áhættumat hvað þennan málaflokk varðar.
Afhending vöru – skylda kaupanda að veita hinu selda viðtöku

Kaupanda vöru er skylt að veita pantaðri vöru viðtöku þegar vara er til afhendingar og kaupandi fær
tilkynningu þar um frá Húsasmiðjunni.  Sé vara er ekki sótt innan 5 sólarhringa frá tilkynningu um að
varan sé tilbúin til afhendingar reiknast sérstakt geymslugjald vegna viðtökudráttar.  Verðskrá á
geymslugjaldi er eftirfarandi:
-Vara að fjárhæð kr. 10.000 gjald kr.  500 á dag.
-Vara að fjárhæð kr. 10.000 til kr. 1.000.000 gjald kr.  1.500  á dag.
-Vara að fjárhæð kr. 1.000.000 til kr. 10.000.000 gjald kr.  2.500 á dag.
-Vara að fjárhæð kr. 10.000.000 eða hærra gjald kr.  5.000  á dag.

Gjaldið reiknast 5 dögum eftir að tilkynning til kaupanda er send. Tilkynningar eru sendar með
tölvupósti eða símleiðis.
Sérstök ákvæði um viðtökudrátt vegna sérpantaðra glugga og hurða erlendis frá.
Þegar um sérpantanir á gluggum og hurðum er að ræða er mikilvægt að kaupandi veiti hinu selda
strax viðtöku.   Hafi kaupandi ekki móttekið hið selda að liðnum 5 dögum frá tilkynningu um
afhendingu áskilur Húsasmiðjan sér rétt til að losa vöruna úr vöruhúsi á kostnað kaupanda og keyra á
skráð heimilisfang kaupanda eða skráðan verkstað sem skráð er í viðskiptakerfi Húsasmiðjunnar á
kostnað kaupanda.

Verðskrá fyrir akstur er eftirfarandi:
 
-Akstur á bretti á höfuðborgarsvæðinu kr. 33.000.
-Akstur heill bíll á höfuðborgarsvæðinu kr. 66.000.
-Kostnaður við akstur utan höfuðborgarsvæðisins er mismunandi eftir landshlutum en Húsasmiðjan
áskilur sér rétt til að innheimta sambærilegan kostnað að teknu tilliti til vegalenda og umfangs.
 
Áhættuskiptin af seldri vöru færast yfir til kaupanda ef um viðtökudrátt er að ræða.
Því er mikilvægt að kaupandi veiti hinni seldu vöru viðtöku innan 5 sólarhringa frá tilkynningu
seljanda um afhendingu.  Eftir þann tíma er varan á ábyrgð kaupanda.

Almennt vegna ytri aðstæðna á heimsmarkaði, seinkun á afhendingu ofl.

Vegna stöðu mála í hinu alþjóðlega viðskiptaumhverfi   hefur afhending á vörum tafist vegna aðstæðna sem ekki mögulegt að hafa áhrif á.  Aðföng til birgja og framleiðanda sem Húsasmiðjan er í viðskiptum við erlendis kunna að raskast sem og flutningar á vörum sem Húsasmiðjan pantar eða flytur inn erlendis frá.   Þetta  á einnig við um innlenda  birgja Húsasmiðjunnar sem afhenda innfluttar vörur sínar hér á landi.  Meðan þessar ytri aðstæður haldast óbreyttar kann því að koma til seinkunar á afhendingu vöru sem pöntuð hefur verið hjá Húsasmiðjunni og uppgefnir afhendingartímar hliðrast því.   Kaupendur vöru sem hefur verið pöntuð eru hvattir til að afla sér upplýsinga hjá Húsasmiðjunni um stöðu hverrar pöntunar eða hvenær von sé á vöru sem áður hefur verið upplýst um hvenær komi til landsins og verði til afhendingar á ákveðnum tíma.   Í ljósi þessara aðstæðna verður Húsasmiðjan því að gera almenna fyrirvara á afhendingu á vörum sem búið var að áætla afhendingu á.   Þær ytri aðstæður sem hér um ræðir eru óviðráðanlegar og falla í ákveðnum tilvikum undir force majeure regluna.   Húsasmiðjan mun leitast við að standa við afhendingartíma af bestu getu.

Almennt

Viðskiptaskilmálar þessir gildi í viðskiptum Húsasmiðjunnar ehf. og þeirra fyrirtækja sem rekin eru undir kennitölu Húsasmiðjunnar ehf. (Blómaval, Ískraft) og viðskiptamanna félagsins.

Skilmálarnir geta breyst án fyrirvarar.

Skilmálarnir geta ekki takmarkað almennan rétt viðskiptamanna sem lögbundnir eru á hverjum tíma, t.d. hvað varðar rétt neytenda og ýmis lagaákvæði sem eru óundanþæg.

Vísast að öðru leyti til laga sem í gildi eru á hverjum tíma og geta snert viðskiptasamband Húsasmiðjunnar og viðskiptamanna félagsins.

Ábyrgð á seldum vörum – kvörtunarfrestir - ábyrgðartakmarkanir

Lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 og lög um neytendakaup nr. 48/2003 gilda í viðskiptum um sölu á vöru eftir því sem við á.

Þá gild lög um þjónustukaup nr. 42/2000 í þeim tilvikum sem sérstök þjónusta er veitt í formi viðgerða ofl.

Telji viðskiptamaður að vara hafi verið gölluð við afhendingu eru kvörtunarfrestir mislangir eftir ákvæðum laganna. Um er að ræð fresti frá 2 árum upp í 5 ár eftir því um hvaða vörur er að ræða og hvað fellur undir skilgreiningu laganna. Bent er á að sönnunarbyrði fyrir því að vara hafi verið gölluð við afhendingu færist almennt yfir á kaupanda eftir því sem lengri tími líður frá því að vara var keypt.


Kvörtunarfrestir taka til þess að kaupendur geta kvartað innan lögbundinni kvörtunartíma ef sannast að vara hafi verið haldin galla.    Kaupendur geta ekki kvartað eða gert kröfu um viðgerðir ef   um eðlilegt slit á vöru er að ræða eða ef vara bilar vegna slæmrar eða rangrar meðferðar sem verður á söluhlut í meðförum viðskiptamanna innan kvörtunarfresta.    

Sannanlegir gallar sem talið er að hafi verið til staðar við kaupin og koma fram síðar og innan kvörtunarfresta er það sem seljanda ber eingöngu að bæta.   Komi upp grunur um galla ber kaupendum að tilkynna um slíkt án ástæðulauss dráttar.

Kaupendur bera ábyrgð á að kaupa vörur sem hæfa þeirri starfsemi sem varan er ætluð til.
Vörur sem seldar eru sem tæki til nota fyrir iðnaðarmenn og verktaka eru vandaðri og einnig dýrari en vörur sem seldar eru til notkunar á heimilum og fyrir einstaklinga.   Sé vara sem ætluð er til nota fyrir einstaklinga notuð í öðum tilgangi (t.d. fyrir iðnaðarmenn) þá hefur kaupandi ekki rétt á að kvarta vegna meintra galla sem upp kunna að koma þar sem varan var ekki gerð til slíkrar notkunar.

Þá ber kaupendum  að kynna sér vel meðferð hins selda og fara að öllu leyti eftir leiðbeiningum sem framleiðendur eða seljandi upplýsa um.

Sé vara auglýst með sérstökum ábyrgðartíma sem er lengri en lögbundnir kvörtunarfrestir segja til um gildir sú ábyrgð framleiðanda.    Slíkar ábyrgðir eru oftast háðar ákveðnum skilyrðum sem kaupendur þurfa að uppfylla og er kaupendum bent á að kynna sér þau skilyrði sérstaklega.

Ýmsir framleiðendur gefa út sérstaka ábyrgð til ákveðins tíma.  Á þetta meðal annars við um ýmis rafmagnsverkfæri og rafhlöður sem þeim fylgja.  Ábyrgðartími á rafmagnsverkfærum er almennt 1 ár ef  um verkfæri fyrir fagmenn er að ræða og á það sama við um rafhlöður.   Ábyrgðarskilmálar framleiðanda eru hluti af þeim ábyrgðum sem framleiðendur gefa út.

Húsasmiðjan sem söluaðili rafmagnsverkfæra sem slíkum ábyrgðum fylgir staðfestir þær ábygðir ef notkun hins selda hefur verið í samræmi við útgefna ábyrgðarskilmála framleiðanda.  Í þeim skilmálum kemur ávalt fram að eðlilegt slit vegna notkunar fellur ekki undir ábyrgð.  Á ábyrgð reynir eingöngu ef um galla er að ræða sem hægt er að sýna fram á.  Sé sýnt fram á slíka galla reynir á ábyrgðina.


Seljandi á  ávalt rétt á að yfirfara hið selda og meta hvort um galla er að ræða sem seljandi ber ábyrgð á og koma hinu selda í samt lag.

Húsasmiðjan sem seljandi vöru er ekki ábyrg fyrir tjóni þriðja aðila ef upp koma gallar á seldri vöru hvort sem um er að ræða slys á mönnum eða munum eða öðru tjóni beinu eða óbeinu hverju nafni sem nefnist.
Hámarksbótafjárhæðir sem kunna að falla á seljanda vöru á vegum Húsasmiðjunnar eru bundnar við upphaflegt söluverð vörunnar.

Ábyrgðaraðilar - skilmálar

Ábyrgðaraðilum er sérstaklega bent á að kynna sér efni ábyrgðaryfirlýsinga sem þeir skrifa undir. 

Lög um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 taka til réttarstöðu ábyrgðaraðila. Lögin eru undanþæg.  Er ábyrgðaraðilum bent á að kynna sér efni laganna sérstaklega með tilliti til þess að ábyrgðaraðilar undanþiggja sig ákvæðum laganna að hluta.


Með undirritun sinni á ábyrgðaryfirlýsingu eru ábyrgðarmenn að ábyrgjast skuld viðskiptamanns/aðalskuldara sem sína eigin skuld upp að þeirri fjárhæð sem þeir ábyrgjast auk vaxta og kostnaðar.

Séu ábyrgðaraðilar fleiri en einn ábyrgist hver um sig fulla greiðslu gagnvart kröfuhafa. Sérstakar reglur gilda um uppgjör milli ábyrgðaraðila komi til þess að einn ábyrgðaraðili geri kröfuna upp.

Ábyrgðaraðilum ber að afturkalla ábyrgð sína með sannanlegum hætti. Ábyrgðin stendur fyrir þeirri skuld sem til staðar er þegar ábyrgðin er afturkölluð auk vaxta og kostnaðar sem fellur á innheimtuna eftir að ábyrgðin er afturkölluð sé hún ekki greidd strax.

Er sérstaklega bent á að ef fyrirtæki eru seld eða aðrar breytingar verða á rekstri fyrirtækja og lögaðila verður að tilkynna Húsasmiðjunni ehf. um breyttar aðstæður  og afturkalla þá ábyrgð sem til staðar er þar sem Húsasmiðjunni ehf. er ekki kostur að fylgjast með eignabreytingum fyrirtækja og lögaðila.   Því ber að afturkalla ábyrgðir sérstaklega.

Vakin er athygli á því að þegar reikningur er stofnaður hjá Húsasmiðjunni og ábyrgðaraðilar eru skráðir í ábyrgð þá hefst sjálfkrafa vöktun á skráðum kennitölum hjá Creditinfo.

Viðskiptaaðilar og ábyrgðaraðilar samþykkja að þessi vöktun sé viðhöfð meðan ábyrgðin er í gildi og viðskiptareikningur viðskiptamanns er virkur. 

 

Ábyrgðaraðilar – Lög um ábyrgðarmenn – Ábyrgðaraðilar undanþiggja sig hluta laganna

Í kaflanum um ábyrgðaraðila er vísað til laga 32/2009 um ábyrgðarmenn.   Lögin eru undanþæg  þ.e. heimilt er að undanþiggja sig ákvæðum laganna.

Ábyrgðaraðilar staðfesta með undirritun sinni að þeir samþykkja að ekki þurfi að gera greiðslumat og meta hæfi viðskiptamanns sem greiðanda með vísan til 5. greinar laga 32/2009 sem og undirþiggja ábyrgðaraðilar sig 8. greina laganna er varðar bann við aðför í eign þeirra, ef talið verður að Húsasmiðjan sem seljandi vöru og þjónustu falli undir lög 32/2009 sem lánveitandi.

Ábyrgðaraðilar staðfesta að ábyrgðir þeirra séu  í þágu atvinnurekstrar þeirra eða í þágu fjárhagslegs ávinnings með vísan til 2. mgr. 2. greinar laga 32/2009 þar sem það á við.   Ábyrgðaraðilar staðfesta því að lög 32/2009 um ábyrgðarmenn eiga ekki við um ábyrgð þeirra í þeim tilvikum sérstaklega. Ef staðfesting þessi reynist röng og ábyrgðin metin ógild af þeim sökum stofnast skaðabótaábyrgð á hendur viðkomandi einstaklingi verði Húsasmiðjan fyrir tjóni af viðskiptunum af þessum völdum

Framkvæmdalán til einstaklinga
Húsasmiðjan býður einstaklingum upp á 90 daga vaxtalaust framkvæmdalán í formi úttekta á viðskiptareikningi. Eftir að umsókn hefur verið samþykkt færast vörukaup á viðskiptareikning og er úttektartímabilið 90 dagar frá því umsókn um framkvæmdalánið er samþykkt. Uppsöfnuð úttektarfjáræð á viðskiptatímabilinu, sem getur lengst orðið 90 dagar, er með gjalddaga í lok úttektartímabilsins eða 90 dögum frá samþykki umsóknar. Eindagi greiðslu er 5 dögum síðar eða á 95 degi eftir samþykki umsóknar. Fyrir eindaga þarf að greiða upp stöðu á viðskiptareikningnum eða semja um uppgjör með öðrum hætti. Almennir viðskiptaskilmálar Húsasmiðjunanr gilda um framkvæmdalánin að öðru leiti þar sem við á.
Greiðsludreifing viðskiptaskulda – viðbótarskilmálar

Viðskiptamenn Húsasmiðjunnar geta sótt um að dreifa uppsafnaðri viðskiptaskuld rafrænt.

Sé greiðsludreifing samþykkt lækkar sú heimild sem viðskiptamaður hefur sem lánamark til samræmis við þá upphæð sem greiðsludreifingin nær til.

Upphæðin færist á sérstakan viðskiptareikning merktur greiðsludreifing.

Almennir viðskiptaskilmálar Húsasmiðjunnar sem finna má á www.husa.is gilda um þann samning sem kemst á með greiðsludreifingunni, sé hún samþykkt.

Verði vanskil á samningi um greiðsludreifingu lokast viðskiptareikningur viðskiptamanns.

Við vanskil á greiðsludreifingu lokast fyrir úttektir á almenna viðskiptareikninginn.

Greiðsludreifing getur að hámarki verið til 12 mánaða og er sótt um slíka dreifingu rafrænt í gegnum þjónustuvefi Húsasmiðjunnar. Greiða þarf lántökugjald 3.5% auk vsk sem leggst ofan á þá upphæð sem dreift verður. Þá greiðist seðilgjald fyrir hvern mánuð.

Dráttarvextir skv. ákvörðun Seðlabankans reiknast mánaðarlega á stöðu kröfunnar eins og hún er hverju sinni.

Ef viðskiptaskuld sem sett er í greiðsludreifingu er gjaldfallin þá reiknast ógreiddir óbókaðir vextir á almennan viðskiptareikning viðskiptamanns og birtist þá greiðsluseðli fyrir þeirri upphæð sérstaklega um næstu mánaðarmót eftir að greiðsludreifingarsamningur kemst á.

Greiðsluseðill fyrir hvern mánuð birtist í netbankann 1.hvers mánaðar. Gjalddagi og eindagi hverrar greiðslu er 2. hvers mánaðar.

Þær ábyrgðir sem eru að baki viðskiptareikningum taka til greiðsludreifingar eins og til annara krafna eins og efni ábyrgðanna bera með sér.

Falli skuld í greiðsludreifingu á eindaga eru allar eftirstöðvar skuldarinnar fallnar á gjalddaga. Ef viðskiptaaðili er með skuld á fleiri en einum viðskiptareikningi, þá gjaldfalla þær skuldir einnig.

Vísað er til laga nr. 95/2008 og reglugerðar varðandi innheimtugjöld.

Sé innheimtuviðvörun og innheimtubréfum ekki sinnt, er skuldin að baki greiðsludreifingunni send í lögfræðiinnheimtu.

Ef innheimtuviðvörun er ekki sinnt og vanskil viðskiptamanna vara lengur en 40 daga er kröfuhafa heimilt að senda beiðni um skráningu vanskila til Creditinfo. Sama á við gagnvart ábyrgðaraðilum. Creditinfo sendir ávalt út viðvörun áður en mál eru skráð og gefst þá viðskiptamönnum og ábyrgðaraðilum færi á að semja um greiðslur áður en skráning er sett inn hjá Creditinfo.

Húsasmiðjan hefur heimild til að synja greiðsludreifingarsamningum einhliða.

Greiðsluseðlar, greiðsluseðlagjald

Greiðsluseðlar eru sendir viðskiptamönnum í byrjun hvers mánaðar eða birtir á vefnum fyrir þá sem þess óska. Viðskiptamönnum ber að gera athugasemdir fyrir 14. dags þess mánaðar sem greiðsluseðillinn er sendur út eða birtur. Berist ekki athugasemdir innan þess tíma telst skuldastaðan rétt.

Viðskiptamönnum ber að senda Húsasmiðjunni ehf. sannanlega tilkynningu um breytt heimilisfang. 
Þeir viðskiptamenn sem fá senda greiðsluseðla samþykkja að greiða sérstakt greiðsluseðlagjald sem skuldfært er á viðskiptareikning mánaðarlega.  Gjaldið er ekki innheimt ef greiðsluseðill birtist eingöngu á netinu að ósk viðskiptamanns.

Innheimtukostnaður, vanskil

Falli elsta skuld í eindaga á viðskiptareikningi viðskiptamanns eru allar eftirstöðvar á viðskiptareikningi  fallnar í gjalddaga.   Ef viðskiptaaðili er með fleiri en einn viðskiptareikning þá gjaldfalla þær skuldir einnig. Vísað er til laga nr. 95/2008 og reglugerðar varðandi innheimtugjöld. Sé innheimtuviðvörun og innheimtubréfum ekki sinnt er viðskiptaskuld send í lögfræðiinnheimtu. 

Ef innheimtuviðvörun er ekki sinnt og vanskil viðskiptamanna vara lengur en 40 daga er Húsasmiðjunni ehf. heimilt að senda beiðni um skráningu vanskila til Creditinfo. Sama á við gagnvart ábyrgðaraðilum. Creditinfo sendir ávalt út viðvörun áður en mál eru skráð og gefst þá viðskiptamönnum og ábyrgðaraðilum færi á að semja um greiðslur áður en skráning er sett inn hjá Creditinfo.

Netverslun og rafræn viðskipti

-Viðskiptaskilmálar Húsasmiðjunnar gilda um net- og rafræn viðskipti gegnum www.husa.is með eftirfarandi viðbótarskilmálum.  

-Kaupandi þarf að vera orðinn 16 ára til að versla í netverslun.

-Við móttöku vöru ber kaupanda að yfirfara vöruna og kanna hvort hún er í samræmi við pöntun og sé óskemmd.

- Þá áskilur seljandi sér rétt til að fá staðfestar pantanir símleiðis og að krefja kaupanda um að framvísa greiðslukorti sem greitt var með við afhendingu vörunnar.

-Kaupanda ber að gera athugasemdir og senda inn kvörtun innan 14 daga frá afhendingu vörunnar sé viðskiptamaður ekki sáttur með ástand vörunnar.

-Kaupandi greiðir þann sendingarkostnað sem tilgreindur er hverju sinni við kaup.

-Kaupandi greiðir kostnað sem fylgir  vöruskilum í samræmi við almennan kostnað sem póst eða dreyfingaraðilar taka fyrir slíkar sendingar.  Vísast til 3. mgr. 6. greinar og h-lið 1. mgr. 6. gr. laga 16/2016.


-Farið er með allar persónuupplýsingar t.d. er varðar greiðsluhætti sem trúnaðarmál.

Réttur seljanda til að falla frá kaupum ofl.

-Húsasmiðjan ehf.  sem seljandi vöru áskilur sér rétt að falla frá kaupum og hætta við pantanir ef upp koma villur í skráningu á upplýsingum um vöru af hálfu seljanda t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða annara mistaka sem seljandi kann að gera við skráningu á upplýsingum um verð og eiginleika vöru hvort sem þær villur eru augljósar eða ekki.  

-Þá áskilur seljandi sér rétt að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir án fyrirvara.   

- Þá áskilur seljandi sér rétt til að fá staðfestar pantanir símleiðis. 

-Ef kaupandi greiðir ekki kaupverðið eða fullnægir ekki öðrum skyldum sínum samkvæmt samningnum um kaupin og það verður hvorki rakið til seljanda né atvika sem hann varða áskilur seljandi sér rétt til þess að krefjast þeirra vanefndaúrræða sem seljandi getur almennt krafist.  Er þar m.a. um að ræða að krefjast efnda, riftunar á kaupunum eða skaðabóta vegna þess kostnaðar er seljandi verður fyrir vegna vanefnda kaupanda. 

-Er seljanda þá heimilt að gera reikning á kaupanda og innheimta í samræmi við almenna viðskiptaskilmála seljanda sem aðgengilegir eru á www.husa.is

-Lög um rafræn viðskipti nr. 30/2002 gilda um viðskipti þessi auk laga nr. 16/2016 um neytendasamninga.   

-Viðskiptavinum er bent á fræðsluefni á heimasíðu neytendastofu varðandi frekari upplýsinar um fjar og netsölu.

Persónuverndarstefna – kannanir og rafrænar útsendingar til viðskiptavina

Húsasmiðjan innleiddi persónuverndarstefnu eftir að lög 90/2018 tóku gildi.   Sérstök umfjöllun er á heimasíðu Húsasmiðjunnar hvað hana varðar og má finna á verslóðinni:

https://www.husa.is/upplysingar/husasmidjan/stefnur-gildi/personuverndarstefna/

Það er ávalt markmið Húsasmiðjunnar að fara eftir því lagaumhverfi sem lög um persónuvernd nr. 90/2018 taka til og  því lagaumhverfi sem mótast kringum framkvæmd laganna.

Rafræn viðskipti

Húsasmiðjan ehf.  sem seljandi vöru áskilur sér rétt að falla frá kaupum og hætta við pantanir ef upp koma villur í skráningu á upplýsingum um vöru af hálfu seljanda t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða annara mistaka sem seljandi kann að gera við skráningu á upplýsingum um verð og eiginleika vöru hvort sem þær villur eru augljósar eða ekki.  Þá áskilur seljandi sér rétt að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir án fyrirvara.    Þá áskilur seljandi sér rétt til að fá staðfestar pantanir símleiðis. 

Ef kaupandi greiðir ekki kaupverðið eða fullnægir ekki öðrum skyldum sínum samkvæmt samningnum um kaupin og það verður hvorki rakið til seljanda né atvika sem hann varða áskilur seljandi sér rétt til þess að krefjast þeirra vanefndaúrræða sem seljandi getur krafist.  Er þar m.a. um að ræða að krefjast efnda, riftunar á kaupunum eða skaðabóta vegna þess kostnaðar er seljandi verður fyrir vegna vanefnda kaupanda. 

Er seljanda þá heimilt að gera reikning á kaupanda og innheimta í samræmi við almenna viðskiptaskilmála seljanda sem aðgengilegir eru á www.husa.is

Lög um rafræn viðskipti nr. 30/2002 gilda um viðskipti þessi auk laga nr. 16/2016 um neytendasamninga.   Viðskiptavinum er bent á fræðsluefni á heimasíðu neytendastofu varðandi rafræn viðskipti.

Skilaréttur á vörum

Vörum er almennt hægt að skila gegn framvísun reiknings fyrir kaupum á vörunni sé varan ónotuð og í söluhæfu ástandi bæði hvað varðar innihald og umbúðir. Skila ber vöru innan 14 daga frá kaupum. 

Vörur sem keyptar eru hjá Ískraft verslunum er þó einungis hægt að skila með sama hætti en gerður er sá áskilnaður að þeim sé skilað innan 10 daga og fæst vörunni þá skilað með 15% lækkun frá nettó kaupverði.

 

Aðgæsluskylda kaupanda vegna kaupa á ákveðnum vörum

Húsasmiðjan vill árétta að við kaup á vörum ber kaupanda að sýna af sér almenna varúðar og aðgæsluskyldu. Þetta á sérstaklega við á sviði ýmissa byggingavöruflokka þar sem vörur á lager hverju sinni geta verið með mismunandi áferð og eiginleikum eftir því hvenær varan er framleidd. Má sérsaklega benda á flísar og annað gólfefni. Áferð á flísum getur verið mismunandi eftir hverja brennslu hjá framleiðanda. Kaupanda ber því að sýna af sér varúðarskyldu þegar vara er móttekin, sérstaklega ef verið er að kaupa viðbætur við upphafleg kaup. Húsasmiðjan bætir ekki vörur sem þegar hefur verið lögð á gólf eða veggi ef atvik af þessu tagi koma uppá ef varan er ógölluð að öðru leyti. Þá er lagning á flísum og parketborðum sem og öll vinna sem unnin er með keypta vöru á ábyrgð kaupanda. Eru kaupendur því hvattir til að sýna aðgæslu þegar aðstæður sem þessar eru fyrir hendi sem og almenn við öll vörukaup.

Úttektaraðilar. Stýring viðskiptamanns á heimildum til úttekta á viðskiptareikningum

Viðskiptaaðili ber ábyrgð á að tryggja öryggi varðandi heimildir til úttekta á hverjum viðskiptareikningi.

Viðskiptamaður getur tilkynna sérstaka úttektaraðila á reikning sinn og/eða óskað eftir að skráð sé  leyniorð eða leyninúmer sem gefa þarf upp  við útskrift vöru með það að markmiði að koma í veg fyrir misnotkun.  Þá er hægt að óska eftir beiðnakerfi.  Ef viðskiptamaður tryggir ekki öryggi vegna úttekta  eru allar úttektir á ábyrgð viðskiptaaðila og þar af leiðandi ábyrgðaraðila þó um misnotkun sé að ræða. Viðskiptamanni ber skylda til að fylgjast með öllum breytingum á úttektaraðilum og er slíkt alfarið á ábyrgð viðskiptaaðila og ber honum að tilkynna Húsamiðjunni ehf. með sannanlegum hætti um breytingar eða að breyta úttektaraðilum gegnum viðskiptamannavef.  

Úttektaraðili telst því hafa heimild til að taka út á viðskiptareikning uns breytingar hafa verið tilkynntar sannanlega. Hafi viðskiptamaður ekki tilkynnt sérstaka úttektaraðila á viðskiptareikning eða óskað eftir leyniorði eða leyninúmeri þá eru allar úttektir á ábyrgð viðskiptaaðila. Þá geta viðskiptamenn óskað eftir því að úttektaraðilar sýni skilríki við hverja úttekt til að tryggja öryggi enn frekar.   

Viðskiptaaðilar geta breytt úttektaraðilum á  aðgangi sínum á viðskiptamannavef Húsasmiðjunnar og sett inn leyniorð eða leyninúmer sem úttektaraðilar þurfa þá að gefa upp við hverja úttekt.   Einnig er hægt setja inn eða taka út kröfu um að úttektaraðila beri að sýna skilríki með mynd og kennitölu.

- Úttektaraðilar. Notkun á kennitölum.

Ef viðskiptamaður vill ekki að úttektaraðili gefi upp kennitölu í heyranda hljóði er hægt að fara fram á og skrá  að skilríki með mynd og kennitölu séu sýnd eða að eingöngu sé gefið upp leyniorð eða leyninúmer.

Úttektarheimildir

Úttektarheimildir viðskiptamanna eru í upphafi viðskipta m.a. ákvarðaðar á grundvelli mats á tryggingum sem viðskiptamaður leggur fram og er það mat endurskoðað reglulega. Úttektarheimildir kunna því að breytast án þess að það sé tilkynnt sérstaklega.

Varnarþing

Komi til þess að skuld sé send í lögfræðiinheimtu er heimilt að reka slík mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur viðskiptamanni og ábyrgðaraðilum.

Vaxtakjör

Sé reikningur ekki greiddur á eindaga sem er 14. næsta mánaðar eftir úttektarmánuð reiknast dráttarvextir eins og þeir eru auglýstir á hverjum tíma hjá Seðlabanka Íslands frá og með gjalddaga.

Viðskiptareikningar — almennt

Viðskiptareikningar Húsasmiðjunnar ehf. eru í formi mánaðarreikninga og er úttektartímabil hver almanaksmánuður.

Gjalddagi skuldar á viðskiptareikningi hvers mánaðar er 1. næsta mánaðar.

Eindagi þessarar sömu skuldar er 14. þess mánaðar.

Sé greitt í síðasta lagi 14. næsta mánaðar eftir úttektarmánuð falla umsamdir afslættir ekki niður.

Húsasmiðjan ehf. áskilur sér rétt til að bakfæra alla áunna afslætti og þar með talda afslætti sem veittir eru í sérstökum tilboðum til viðskiptamanns ef greitt er eftir eindaga sem er 14. næsta mánaðar eftir úttektarmánuð. 

Afslættir viðskiptamanns reiknast ekki af tilboðsverðum eða stjörnumerktri vöru (stjörnuverð) eða vörum á lægsta lága verði Húsasmiðjunnar ehf. sem er sérstaklega merkt í verslunum.

Verði um verulegar breytingar á viðskiptaumhverfi að ræða áskilur Húsasmiðjan ehf. sér rétt til þess að breyta afsláttarkjörum viðskiptamanns án fyrirvara eða sérstakrar tilkynningar.

Vöruskil

Framvísa skal nótu/kassakvittun þegar vöru er skilað. Vara skal vera í söluhæfu ástandi og tekin inn á sama verði og hún var keypt á. Við vöruskil er mögulegt að:

- Fá aðra vöru í skiptum.
- Bakfæra upphæð inn á viðskiptareikning.
- Bakfæra upphæð inn á kreditkort viðkomandi hafi varan verið greidd með því korti.
- Bakfæra upphæð inn á debetkort viðkomandi ef vöruskil eru samdægurs og verslað var og greitt var með viðkomandi debetkorti.



Gefin er út inneignarnóta fyrir vöruskilum. Vörur eru ekki endurgreiddar með peningum.

Við áskiljum okkur rétti til að draga allt að 30% af söluverði vöru séu umbúðir ekki í upprunalegu ástandi eða vara er ekki í 100% söluástandi
Skilaréttur

Ef viðskiptavinur vill skila vöru sem keypt er í Húsasmiðjunni er mögulegt að...