Húsasmiðjan - Fyrir Grindavík

Grindvíkingar njóta sérkjara út árið 2024

- - -

Húsasmiðjan hefur ákveðið að koma tímabundið sérstaklega til móts við Grindvíkinga og hefur tilnefnt þrjá söluráðgjafa/tengiliði sem Grindvíkingar geta haft samband við og fengið vöruráðgjöf og sérkjór á bygginga- og heimilisvörum hjá Húsasmiðjunni.

Með þessu leitast Húsasmiðjan við að létta undir með þeim fjölmörgu Grindvíkingum sem nú standa á krossgötum, þurfa hugsanlega að flytja í nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði eða verða fyrir kostnaði við að viðhalda eignum sínum í Grindavík.

Grindvíkingar geta haft samband við neðangreinda söluráðgjafa og fengið nánari upplýsingar um afsláttarkjörin. Kjörin gilda fyrir alla Grindvíkinga sem höfðu lögheimili í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir í vetur. Vinsamlegast gefið upp heimilisfang ykkar í Grindavík ásamt kennitölu þegar haft er samband við tengilið okkar. 

Afsláttarkjörin gilda í öllum verslunum Húsasmiðjunnar um land allt út árið 2024. Sérkjörin gilda einnig í vefverslun og í Húsasmiðjuappinu.

Við hvetjum Grindvíkinga til að hafa samband strax við eftirfarandi söluráðgjafa sem veita nánari upplýsinga og stilla inn viðkomandi kjör á kennitölu viðkomandi.

Söluráðgjafar/tengiliðir fyrir Grindvíkinga

Hafðu samband

Auður Auðunsdóttir

Viðskiptastjóri

Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar

Guðmundur Einarsson

Söluráðgjafi

Húsasmiðjan Reykjanesbæ