Krossviður er létt og sveigjanleg byggingarefni
Krossviður er mikið notaður jafnt í almenna smíðavinnu og í burðarvirki. Krossviður er í raun lög af hringskornum eða flatskornum viðarspæni sem límdur er saman.
Krossviður er vanalega rakaþolinn en ekki vatnsþolinn, en hann má einnig verja gegn fúa eins og annað timbur. Mótakrossviður er hinsvegar vatnsvarinn sérstaklega og því vatnsþolinn.
Krossviður er léttur og sveigjanlegur og hentar vel sem vegg eða þakklæðning og gefur góðan hljómburð, þá er hann t.d. mikið notaður við leikmyndagerð.