Hittu Halla Ólafs
Framkvæmdaráðgjöf á mannamáli
Ertu í framkvæmdahugleiðingum og ert ekki alveg viss um hvar á að byrja eða hvað sé næsta skref? Dreymir þig um að skipta um parket, endurnýja baðið, setja nýtt þak, skipta um glugga, byggja við húsið, smiða pall eða sumarhús?
Halli er húsasmíðameistari, málarameistari
og byggingastjóri og getur svarað nánast öllum spurningum varðandi byggingaframkvæmdir stórar eða smáar svo þú fáir betri mynd af framkvæmdinni. Hann getur sagt þér hvar er best að byrja og hvort framkvæmdin þín kalli á frekari breytingar, teikningar eða leyfi. Hann getur einnig ráðlagt þér hvort þurfi smið, rafvirkja, málara, pípara, múrara eða annað fagfólk í verkið.
Við mælum alltaf með að fá fagfólk í öll stærri og flóknari verk.
Hann getur einnig gefið þér grófa verðhugmynd og auðvitað færðu sértilboð í allt efnið og sérkjör hjá Húsasmiðjunni á meðan á framkvæmdum stendur.
Pantaðu tíma og þú færð 45 mínútna ráðgjöf á mannamáli frá reyndum fagaðila. Engin framkvæmd er of stór eða of smá. Ráðgjöfin kostar ekkert og er í Fagsöluverslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi.