Schou Company A/S innkallar Rawlink reiðhjólahjálma

Hjálmarnir hafa verið seldir í öllum verslunum Húsasmiðjunnar. Komið hefur í ljós að hjálmar sem framleiddir voru í október 2019 brotna auðveldlega þegar þeir verða fyrir höggi.

Um hvaða reiðhjólahjálma á þessi tilkynning við?

  • Vnr. 3903009 Reiðhj. Hjálmur Rawl Urban m/ljósi Medium 54-58 Hvítur - Item no. 44742
  • Vnr. 3903010 Reiðhj. Hjálmur Rawl Urban m/ljósi Medium 54-58 Svartur - Item no. 44743
  • Vnr. 3903011 Reiðhj. Hjálmur Rawl Urban m/ljósi Large 58-62 Svartur - Item no. 44611
  • Vnr. 3903013 Reiðhj. Hjálmur Rawl Urban m/ljósi Large 58-62 Hvítur - Item no. 44740

Sem framleiddir eru 10/2019 (Sjá mynd, auðkennt með gulum lit).

Hvað gerir þú ef þú átt svona hjálm?

Þeir sem eiga reiðhjólahjálm af gerðinni Rawlink eru vinsamlegast beðnir um að hætta notkun hans undir eins og koma með hjálminn í verslanir Húsasmiðjunnar þar sem þeir fá endurgreitt að fullu. Ekki er nauðsynlegt að vera með kvittun eða aðrar sannanir.

Ef þú ert í vafa hvort að innköllunin eigi við um þinn hjálm þá er hægt að hafa samband við Schou Company, info@schou.com.

Húsasmiðjan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk í reiðhjóladeildum Húsasmiðjunnar.