Tryggðu fjárfestinguna með góðu viðhaldi

Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er bundin í húsnæði, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði í þéttbýli eða frístundahús í sveitinni. Allt húsnæði þarfnast viðhalds og ein besta trygging sem hægt er að fá fyrir því að fjárfestingin haldi verðgildi sínu er að sjá til þess að viðhald sé í góðu lagi.

Viðhaldi má skipta í tvo flokka

Í raun má skipta viðhaldi í tvo flokka. Annars vegar það viðhald sem húseigandinn getur sinnt sjálfur með góðu móti og hins vegar það viðhald sem kallar á aðstoð iðnaðarmanna og sérfræðinga. Það skal undirstrikað hér að ef einhver vafi leikur á um framkvæmd viðhalds á að kalla eftir aðstoð sérfræðinga eða iðnaðarmanna á því sviði sem viðhaldið nær yfir, annað hvort til að fá ráðgjöf varðandi framkvæmdina eða til að annast viðhaldið.

Vertu vakandi fyrir ástandi eignarinnar

Viðhald húsa byggist að miklu leyti á því að eigendur og umráðamenn húsnæðis fylgist með ástandi húseignarinnar og grípi strax til aðgerða ef þörf krefur. Ef það er gert er næsta víst að kostnaður við viðhaldið verður miklu minni en þegar framkvæmdir eru dregnar of lengi.

Hafðu þetta í huga

Viðhald húsa byggist að miklu leyti á því að eigendur og umráðamenn húsnæðis fylgist með ástandi húseignarinnar og grípi strax til aðgerða ef þörf krefur. Ef það er gert er næsta víst að kostnaður við viðhaldið verður miklu minni en þegar framkvæmdir eru dregnar of lengi.

Leitaðu álits sérfræðinga

  • Mikilvægt er að leita til sérfræðinga með flóknara viðhald.
  • Við mælum alltaf með að fá iðnaðarmann í verkið.
  • Leitaðu ráða hjá ráðgjöfum Húsasmiðjunnar.
  • Leitaðu tilboða í efnið hjá sölumönnum Húsasmiðjunnar.