Allt frá grunni að góðu heimili síðan 1956

Leiðandi í sölu á byggingavörum um land allt

Húsasmiðjan er markaðssinnað verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði miðlunar, sölu og dreifingar vöru og þjónustu. 

Húsasmiðjan býður upp á breitt vöruúrval á samkeppnishæfu verði um allt land og rekur 14 verslanir undir merkjum Húsasmiðjunnar. Auk þess eru starfræktar 7 verslanir Blómavals, Ískraft og eru þessar verslanir samtals 30 á landsvísu.

Vissir þú að Húsasmiðjan...

  • var stofnuð árið 1956
  • rekur 14 Húsasmiðjuverslanir um land allt
  • rekur 7 Blómavalsverslanir um land allt
  • hefur verið hluti af dönsku byggingavörukeðjunni BYGMA síðan 2012

Öflug liðsheild starfsmanna

Húsasmiðjan leggur áherslu á að nýta til hins ítrasta hæfni, frumkvæði og þekkingu samhents hóps rúmlega 450 starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu. 

Markmið okkar er...

...að veita framúrskarandi þjónustu, rétt vöruúrval og samkeppnishæft verð fyrir einstaklinga og fagmenn á heimilis- og byggingavörumarkaði.

Húsasmiðjan er hluti af BYGMA

Húsasmiðjan er hluti af dönsku byggingavörukeðjunni BYGMA sem starfrækir verslanir í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Færeyjum. Hjá BYGMA starfa samtals um 2.100 manns í meira en 100 verslunum. BYGMA er danskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1952 og er í dag ein af leiðandi byggingavörukeðjum í Danmörku. 

Gildin okkar eru...

  • Þjónusta
  • Metnaður
  • Sérþekking