Hvað er GreenCoat®?
GreenCoat® er umhverfisvænt litað stál framleitt
af SSAB fyrir sérstaklega krefjandi aðstæður.
Klæðningin er varin af húð unnin úr sænskri repjuolíu og hefur gengið í gegnum áratugalangt þróunarferli til að tryggja sem bestu endingu.
Bára 18
Báruformið kallast 18/76, sem þýðir að hæðin á bárunni er 18mm og breidd hverrar báru er 76 mm. Bárujárnið er bæði hægt að nota til klæðningar á loft og veggi og bæði innanhúss og utan. Þegar klæða skal veggi er hægt að nota báruplötur bæði sem lárétta og lóðrétta klæðningu (standandi eða liggjandi).
Þegar járn er fest á þak er mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra. Ef bárujárn er notað til að klæða á veggi eru notaðar 10-12 festingar á fermetra.
ATH: Ekki er ráðlagt að nota aluzink á óeinangruð gripahús
Efni | Stál |
Þykkt | 0,5 – 0,6 mm |
Ómálað | Aluzink |
Litað/húðað | Green Coat ProBT |