Húsasmiðjan býður upp á stálklæðningar frá Límtré Vírnet, sem framleiðir klæðningar úr GreenCoat®. GreenCoat® er umhverfisvænasta stálklæðningin á markaðnum og er með yfirborði sem er að hluta til búið til úr repjuolíu. Klæðningarnar eru fáanlegar í fjölbreyttu úrvali lita og formum.

Söluráðgjafar í Húsasmiðjunni um land allt gefa þér góð ráð og tilboð í þak- og veggklæðningar.

 

 

Hvað er GreenCoat®?

GreenCoat® er umhverfisvænt litað stál framleitt
af SSAB fyrir sérstaklega krefjandi aðstæður.
Klæðningin er varin af húð unnin úr sænskri repjuolíu og hefur gengið í gegnum áratugalangt þróunarferli til að tryggja sem bestu endingu.

 

 

KLÆÐNING SEM ÞOLIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
Klæðning þarf ekki bara að líta vel út, en þarf líka
að þola erfitt veður, stöðugt áreiti og tærandi aðstæður. GreenCoat® hefur verið þróað og prófað til að þola þær sérstaklega erfiðu aðstæður sem við þekkjum svo vel hér á landi.

Bára 18

Báruformið kallast 18/76, sem þýðir að hæðin á bárunni er 18mm og breidd hverrar báru er 76 mm. Bárujárnið er bæði hægt að nota til klæðningar á loft og veggi og bæði innanhúss og utan. Þegar klæða skal veggi er hægt að nota báruplötur bæði sem lárétta og lóðrétta klæðningu (standandi eða liggjandi).

 

 

Þegar járn er fest á þak er mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra.  Ef bárujárn er notað til að klæða á veggi eru notaðar 10-12 festingar á fermetra.

ATH: Ekki er ráðlagt að nota aluzink á óeinangruð gripahús

 

 

Efni Stál
Þykkt 0,5 – 0,6 mm
Ómálað Aluzink
Litað/húðað Green Coat ProBT

Hægt er að fá fjölbreytt úrval lita í GreenCoat®