„Ég vona að þið upplifið smá París með mér“

Ég hef eingöngu notað Lady Pure Color í mínum hönnunarverkefnum í gegnum árin. Ástæðan er þessi djúpa og nánast flauelskennda áferð sem mér finnst svo falleg. Það má með sanni segja að svona dauðmött málning, eins og Lady Pure Color, veitir einstaka litaupplifun og það er gaman að sjá hvað karakter lita breytist einmitt eftir gljástigi þeirra.

Í minni litaupplifun sæki ég innblástur í borg ástarinnar, París, sem ég hef svo oft heimsótt. Þaðan fær dóttir mín og frumburður nafnið sitt
& var þar með fyrsta París á Íslandi.

Það er eitthvað svo draumkennt við litlar risíbúðir með útsýni yfir borgina, skreyttar litapallettu eins og Wisdom & Spring Shadow.

Uppáhalds liturinn minn, sem ég hef notað í mjög mörgum verkefnum, jafnt í fyrirtækjum sem & á heimilum er Gray Slate. Gray Slate hefur þessa mýkt & hlýleika gráa litsins sem ég leitaði að í mörg ár. Hann minnir mig á veðurbarinn steininn á byggingum við Champs-Élysées, auk brúnu jarðtónanna sem eru innblásnir af málverkinu Mona Lisa á Louvre safninu.

Í von um að þið upplifið smá París með mér.           - Sir Arnar Gauti

Upplifðu París með sérvöldum Lady litum Sir Arnars Gauta

5504 Coastal Blue

12123 Contemporary White

99 Black

1288 Spring Shadow

20145 Wisdom

10385 Belgian Brown

8494 Organic Green

1024 Timeless

1563 Dark Beach Sand

5503 Natural Blue

8546 Local Green

1462 Grey Slate