Græn vara - hvað merkir það hjá okkur?

Húsasmiðjan býður upp á eitt mesta úrval landsins af umhverfisvænum byggingavörum og vörum sem nota má í vistvænar byggingar o.fl. Í vefverslun eru allar umhverfisvænar og umhverfisvottaðar vörur sérmerktar með grænum borða sem við köllum "Græn vara". Einnig merkjum við vörur "Græn vara " þegar hún er leyfð til notkunar í vistvænar byggingar, í matvælaiðnað o.fl. Þegar smellt er á "Græna vöru" í vefverslun má sjá nánar hvaða vottun er til staðar á vörunni eða hvort nota má vöruna t.d. í vistvænar byggingar, við matvælaframleiðslu o.sfrv.

Þetta auðveldar þér að finna umhverfisvænar vörur s.s. Svansmerktar vörur, timbur úr sjálfbærum skógum o.fl. Hafa skal í huga að ekki eru allar "Grænar vörur" umhverfisvottaðar en mega t.d. notast í vistvænar byggingar og fá því merkinguna "Græn vara". Grænu vörurnar okkar skipta hundruðum í vefverslun og fjölgar í hverri viku. 

Húsasmiðjan setur umhverfið í fyrsta sæti. 

Kynntu þér umhverfsstefnu okkar hér

 

Upplýsingar um umhverfismerki sem við notumst við

Til eru margar mismunandi tegundir umhverfisvottana fyrir byggingar en almennt má segja að markmiðin með notkun þeirra séu að:

  • Auka gæði bygginga
  • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum  
  • Byggja heilnæmar og öruggar byggingar
  • Draga úr rekstrarkostnaði

Sjá nánar um Grænar vörur hér

FSC

FSC er alþjóðleg vottun sem tryggir að timbrið komi úr sjálfbærum skógum og stuðli þannig að verndun skóga og dýra. FSC tryggir að vist- og lífkerfi skógarins sé viðhaldið, að plantað sé umfram það sem er nýtt í vörur. FSC-merkið er notað á timbur og vörur sem unnar eru úr viði, s.s. húsgögn og pappír.
Merkið er til marks um að viðurinn sem varan er unnin úr sé upprunnin úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti.
FSC tryggir verndun dýra og plantna og starfsfólkinu tryggð þjálfun, öryggisbúnaður og mannsæmandi laun.
Áhersla er á að veita frumbyggjum frelsi til að viðhafa sína lifnaðarhætti og styður við þau samfélög með byggingu skóla o.fl.

FSC vottun

PEFC

PEFC er umhverfismerki, svipað FSC-merkinu og staðfestir að hráefnið eigi uppruna í sjálfbærri skógrækt í samræmi við reglur þessara stofnana, sem í aðalatriðum gera strangar kröfur til uppruna og rekjanleika efnisins. Það er ekki rekið í hagnaðarskyni og setur viðmið um ábyrga skógrækt. Vottunin verndar líffræðilega mikilvæg skóglendi og tryggir samfélagslega- og efnahagslega hagkvæma skógrækt.

PEFC vottun

BREEAM

BREEAM stendur fyrir British Research Establishment Environmental Asessment Method og er matskerfi sem upprunalega var þróað og notað í Bretlandi. Nú eru 200.000 BREEAM vottaðar byggingar í heiminum og um ein milljón bygginga eru í vottunarferli. Lang flestar vottaðar byggingar eru í Bretlandi, en útbreiðsla BREEAM utan Bretlands fer ört vaxandi. Hér á landi eru 14 byggingar í vottunarferli skv. BREEAM vottunarkerfinu.

Svanurinn

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Í dag fást vörutegundir merktar Svaninum í um 70 mismunandi vöruflokkum, s.s. hreinsiefni, húsgögn, byggingavörur, rafhlöður og pappír en einnig er hægt að Svansmerkja starfsemi fyrirtækja, s.s. prentþjónustu, hótel og stórmarkaði. 

Bio

BIO merkið (Bio-Siegel) er opinbert merki Þýskalands fyrir lífræna ræktun. Til að matvara fái að nota BIO-merkið þarf hún að innihalda a.m.k. 95% lífrænt ræktuð matvæli.

Evrópublómið:

Blómið er opinbert umhverfismerki Evrópu-sambandsins. Í dag fást vörutegundir merktar Blóminu á evrópska efnahagssvæðinu í um 26 vöruflokkum. Meðal þeirra eru tölvur, jarðvegsbætir, málning og lakk, textílefni, ljósaperur og skór.

Blái Engillinn

Blái Engillinn er opinbert umhverfismerki Þýskalands og eitt elsta umhverfismerki í heimi. Vörur og þjónusta í tæplega 200 vöruflokkum fást merktar með Bláa Englinum. Þar á meðal eru allflestar gerðir neysluvara, allt frá pappírsvörum og hreinlætisefnum til húsbúnaðar, gólfefna og tölvu- og skrifstofubúnaðar.

Flokkun

Við höfum í mörg ár unnið markvisst að því að minnka sóun og flokka sorp í verslunum okkar um land allt og á skrifstofum

EPD

Umhverfisyfirlýsing vöru er íslenska þýðingin á ,,Environmental Product Declaration” eða EPD. Umhverfisyfirlýsing vöru er skjal sem gefur staðfestar upplýsingar um umhverfisáhrif yfir vistferil (líftíma) vörunnar. Yfirlýsingin er staðfest af þriðja aðila sem gerir óháða úttekt á greiningunni.

OEKO TEX

The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.

PEP ecopassport

PEP ecopassport is the international reference program for the environmental products declarations (EPDs) for the electric, electronic and heating & cooling industries. The resulting declarations are in conformance with ISO 14025 and 14040 as well as in alignment with EN 15804.

GEV - EMICODE

The EMICODE® classification system allows to compare and evaluate the emission characteristics of flooring installation and construction products and at the same time gives an incentive to further improve the products.

Leyfilegt í Svansvottað hús

Þetta merki er eitt af Grænu merkjunum okkar og þýðir að vara er leyfð í Svansvottuð hús þó svo hún sé ekki með neina vottun á bak við sig. 

Leyfilegt í matvælaiðnað

Þetta merki er eitt af Grænu merkjunum okkar og þýðir að vara er leyfð í matvælaiðnað þó svo hún sé ekki með neina vottun á bak við sig.

Hér eru nokkur myndbönd sem fjalla um nokkrar algengar umhverfisvottanir

Í nútíma samfélagi verður krafa um gagnsæi í samfélaginu ávalt háværari. EPD hjálpar til við að byggja upp gagnsæi og eykur traust á því að umhverfisyfirlýsingar frá framleiðenda séu réttar. Myndböndin hér að neðan útskýra vel hvað felst í umhverfisyfirlýsing vöru (EPD) og hver meginmarkmið Stiga eru. 

 

Húsasmiðjan - FSC vottað timbur

Svansvottun

FSC

Evrópublómið

PEFC

EPD