Mikilvægt að hafa í huga þegar málað er

Margir kjósa að mála sjálfir innanhúss, t.d. stofuna, barnaherbergið eða bílskúrinn. Við mælum þó með því að fá fagmenn til aðstoðar með stærri verk, þar sem loft og háir veggir eru oft ekki á færi leikmanna.

Áður en hafist er handa við að mála er mikilvægt að þrífa óhreinindi af fletinum. Fjarlægja skal nagla og skrúfur og spartla í með góðu spartli og pússa svo yfir með sandpappír þegar spartl er þornað. Oftast er blettað yfir viðgerð með þeim lit sem mála á með áður en byrjað er að mála.

Geymdu rúllu og pensla í plastpoka milli umferða. Mældu stærð flatarins sem á að mála áður en málning er keypt. Fjarlægðu málningarlímband af fleti eins fljótt og hægt er. Notaðu málningarplast til að hylja það sem málning má ekki fara á, eins og t.d. húsgögn og gólf.

Það borgar sig að vanda valið á málningu

Mikilvægt er að velja góða málningu, eins og t.d. Jotun Lady, sem þekur vel, ýrist ekki og auðvelt er að þrífa með rökum klút síðar meir. Það er mikill gæðamunur á málningu og mikilvægt að leita sér upplýsinga í málningardeildum eða hjá málurum áður en hafist er handa. Það getur margborgað sig að kaupa gæðamálningu sem þekur vel, endist og þolir þrif með rökum klút.

Góð ráð

  • Breiddu yfir gólf og húsgögn með plasti áður en hafist er handa.
  • Notaðu málningarlímband.
  • Þrífðu óhreinindi og fitu af veggjum áður en málað er.
  • Fjarlægðu nagla og skrúfur og spartlaðu í götin áður en málað er.

Vandaðu valið á málningu

  • Þú sparar oftast ekkert með því að kaupa ódýrustu málninguna.
  • Gæðamálning eins og Jotun Lady þekur nánast hvaða lit sem er í tveimur umferðum.
  • Gæðamálningu á að vera hægt að þrífa með rökum klút síðar þegar óhreinindi slettast á flötin án þess að málning sitji eftir í klútnum.
  • Gæðmálningu er mun auðveldara að vinna með og hún endist betur, upplitast síður og auðvelt er að þrífa hana.