Sælureitur Húsasmiðjunnar 2019

Page 1

Sælureitur 2019

Heilræði og hugmyndir fyrir pallinn, garðinn og heimilið.


2


EFNISYFIRLIT Pallurinn

4 - 19

Pallaefni Pallasmíði Undirstöður og festingar Sólpallaráðgjöf Viðarvörn

6 - 11 12 - 13 14 - 15 16 - 17 18 - 19

Garðurinn

20 - 27

Stiklur 20 Pallaeiningar 21 Skjólveggir og girðingar 22 - 23 Girðingaleiðbeiningar 24 - 27 Gabion skjólveggir 28 - 29 Brunavarnir 30 Pallaefni í vefverslun 31

Snjalllýsing Hús

32 - 37 38 - 41

Gestahús 38 - 39 Garðhús 40 Barnahús 41 Einingahús 42 - 43 Rotþrær 44 - 45 Heitir pottar 46 - 47 Hitastýringar 48 - 51 Gufubaðssmíði 52 Miðstöðvarofnar 53

Ískraft

54 - 55

Bílhleðslustöðvar 54 Heimavörn 55

Viðhald

56 - 69

Þakið Þakrennur og þakpappi Einangrun og þakstál Tryggðu fjárfestinguna Málað utan- og innanhúss Viðar- og vatnsklæðningar Vegg- og loftklæðningar Cembrit sementsklæðningar

56 - 57 58 - 59 60 - 61 62 - 63 64 - 65 66 - 67 68 - 69 70 - 71

Hurðir og gluggar

72 - 79

Innihurðir Útihurðir Gluggar

72 - 74 75 76 - 79

3


4


ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ KLÁRA SÆLUREITINN ÞINN MEÐ HÚSASMIÐJUNNI kemur til okkar með teikningar 1 Þú eða þínar hugmyndir.

2 Við hjálpum þér að efnistaka og útfæra pallinn og mæta þínum þörfum um verð og gæði.

gefum þér tilboð í allt efnið sem 3 Við þú þarft í pallinn.

4 Þú sækir efnið eða við sendum þér það heim að dyrum.


PALLAEFNI „Sólpallur við húsið eða sumarbústaðinn nýtist vel, stækkar íverustað fjölskyldunnar og býður upp á fjölbreytta möguleika auk þess að auka verðgildi fasteignarinnar“ segir Einar Sveinsson hjá Fagsölusviði Húsasmiðjunnar.

„Langvinsælasta efnið sem við seljum í palla og skjólveggi er gagnvarin fura“ segir Einar Sveinsson timbursérfræðingur á Fagsölusviði Húsasmiðjunnar. „Húsasmiðjan selur eingöngu efni með viðurkenndri gagnvörn sem endist til fjölda ára en þau eru samkvæmt ströngustu umhverfisreglum. Einnig mælum við með að nota ryðfríar skrúfur, sérstaklega ef pallurinn er nálægt sjó.“ En hvað er mikilvægt þegar smíða skal góðan pall sem á að endast lengi? „Það eru í raun ekki mikil vísindi, en þó þarf að hafa nokkur mikilvæg atriði í huga. Það má t.d. ekki þéttklæða skjólvegg­ina því þá brjóta þeir ekki vindinn heldur kasta honum ein­faldlega lengra inn á pallinn. Undirstaðan þarf svo að vera vönduð og sterk og fara niður fyrir frost. Annað hvort er steypt undir pallinn eða settir niður góðir staurar, þannig að pallurinn lyfti sér ekki eða skekkist. Hversu djúpt þarf að grafa er misjafnt og fer eftir því hvar á landinu pallurinn er og hvernig jarðveg er verið að vinna með.“ Hvenær þarf svo að bera á pallinn í fyrsta sinn? Þumalputtareglan er sú að bera strax á pallinn. Þegar borið er á í fyrsta skipti drekkur viðurinn vel í sig en það þarf að passa að þurrka af alla umframolíu svo pallurinn verði ekki flekkóttur og ljótur.“ „Að lokum vil ég hvetja fólk til þess að leita til starfsfólksins í Húsasmiðjunni og vera ófeimið við að spyrja og biðja um leiðbeiningar og góð ráð.“ Einar Sveinsson Fagsölusvið, timbursérfræðingur

6


Sýnum ábyrgð í umhverfismálum Nánast allt pallaefni sem Húsasmiðjan selur er FSC vottað sem tryggir að timbrið kemur úr sjálfbærum skógum. Veljum timbur úr sjálfbærum skógum. Í umhverfisstefnu Húsasmiðjunnar skuldbindum við okkur að vinna með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfsemi okkar. Timbur er ein af grunnvörum okkar og því höfum við markvisst unnið að því undanfarin ár að færa öll okkar kaup á timbri til aðila sem selja FSC vottað timbur. Nú er svo komið að nánast allt timbur sem Húsasmiðjan er FSC vottað. Þar með talið er pallaefni vinsæla sem Húsasmiðjan er þekkt fyrir. FSC vottun tryggir að timbrið kemur úr sjálfbærum skógum og þannig stuðlum við saman að því að vernda skóga og dýr þrátt fyrir að við séum að nota timbur sem byggingarefni. Við hvetjum því alla til að kynna sér vel FSC og velja umhverfisvottað timbur og sýna ábyrgð. Sjá nánari upplýsingra um FSC á www.husa.is

Pallurinn 7


Nýtt

Pallaefnið er nú fáanlegt í vefverslun, sendum heim á höfuðborgarsvæðinu. husa.is

8


FURA - vinsælasta pallaefnið á Íslandi Undanfarna áratugi hefur gagnvarin fura verið langvinsælasta pallaefni á Íslandi og ætla má að meirihluti sólpalla sé úr furu. Auðvelt er að vinna með efnið og hefur það reynst vel við íslenskar aðstæður sé því haldið við með réttri viðarvörn s.s. Jotun Treolje eða Jotun Trebitt. Margbreytilegar og stundum harðar veðuraðstæður hérlendis kalla á að það timbur sem við notum utandyra sé vel varið gagnvart áhrifum veðráttunnar. Hægt er að verja timbur með margvíslegum hætti en algengasti viðurinn í palla og skjólveggi er gagnvarin fura. Gagnvarið timbur er meðhöndlað með söltum til að auka mótstöðu þess gegn lífrænum efnum eða lífverum sem brjóta timbrið niður eins og t.d. fúasveppur og skordýr. Húsasmiðjan selur fyrsta flokks AB gagnvarið timbur frá framleiðendum sem nota viðurkennd efni gagnvart umhverfi og heilsu fólks.

VOTTUN

VOTTUN

VOTTUN

AB gagnvarin fura

AB gagnvarin fura

AB gagnvarin fura

AB gagnvarin fura

21x95 mm.

45x95 mm.

95x95 mm.

27x95 mm.

621600

645600

695600

628600

GAGNVARIN FURA

Húsasmiðjan selur eingöngu furu úr sjálfbærum skógum og frá framleiðendum sem nota viðurkennd efni gagnvart umhverfi og heilsu fólks. Fura hefur frá uphafi verið vinsælasta pallaefnið á Íslandi.

Pallurinn 9


SÍBERÍU LERKI Lerki hefur þann einstaka eiginleika að vera náttúrulega fúavarið og vinsælt er að láta viðinn grána, ómeðhöndlaðan, því þannig næst fallegt útlit sem ekki þarf að meðhöndla með viðarvörn eða pallaolíu. Í Rússlandi hefur lerki verið mikið notað í gegnum aldirnar vegna mikils styrkleika og endingartíma viðarins. Lerki hefur verið notað í timburhús, staura, brýr, undirstöður járnbrauta og skip. Undanfarin ár hefur notkun á lerki í pallaefni og utanhúsklæðningar stóraukist á Norðurlöndum sem og hér á landi. Vegna náttúrulegrar fúavarnar Síberíulerkis er ekki þörf á að yfirborðsmeðhöndla viðinn ef hann má grána. En ef halda á í upprunalegt útlit viðarins verður að yfirborðsmeðhöndla hann t.d. með sérstakri viðarvörn frá Jotun.

Stærð: 27x117 mm. 728800

VOTTUN

Lerki er náttúrulega fúavarið. Vinsælt er að láta efnið grána og hafa ómeðhöndlað.

10


BANGKIRAI HARÐVIÐUR 21x145 mm. 600900

Bangkirai harðviður er skemmtilegur viður á pallinn. Bangkirai er frá Indónesíu og hefur verið notaður í pallasmíði á Íslandi í mörg ár.

Ný vara:

HITAMEÐHÖNDLUÐ FURA 26x118 mm. 601000

VOTTUN

Brún og falleg áferð, útlit minnir á harðvið. Hitameðhöndlun á furu er umhverfisvæn fúavörn.

COMPOSIT PALLAEFNI 25x150 mm, lengd: 4,8 m. 601950

Umhverfisvænt pallefni, unnið úr 60% endurunnu timbri og 40% endurunnu plasttrefjum. Sérstaklega slitsterkt og viðhaldsfrítt. Hentar mjög vel fyrir stofnanir, fyrirtæki, hótel, veitingastaði og ferðamannastaði þar sem er mikið og stöðugt álag og viðhaldsvinna þarf að vera í lágmarki.

Pallurinn 11


PALLASMÍÐI - LEIÐBEININGAR Staðurinn undirbúinn 1. Ef gras er þar sem pallurinn á að vera, þarf að fjarlægja það og slétta undirlagið. Byrjað er á því að reka niður hæla þar sem horn pallsins eiga að vera og strengja línu á milli þeirra til að ákveða svæðið. Þegar búið er að fjarlægja grasið eða slétta undirlagið þarf að ganga úr skugga um að jarðvegurinn sé láréttur, þannig að pallurinn standi á jafnsléttu. Valið er eitt hornið sem upphafshorn og fundið út með hallamáli lárétta línu að næsta horni. Línan sem var strengd á milli hælanna sett í rétta hæð og síðan koll af kolli þar til við erum komin hringinn. Þá ætti síðasta línan að vera í sömu hæð og sú sem byrjað var að strengja. Næst er strengd lína í kross á milli hælanna og þannig fundið út hvort miðjan er ekki örugglega líka rétt. 2. Þegar búið er að slétta undirlagið, er lagður jarðvegsdúkur yfir það til að hindra að illgresi eigi greiða leið upp í gegn um pallinn. 4-5 cm lag af sandi eða möl er sett ofan á dúkinn. 3. Ef fyrirsjáanlegt er að mikill raki sé á svæðinu gæti þurft að lyfta pallinum lítið eitt frá jörðu. Það er hægt að gera með því að grafa holur með 1,2 metra millibili allan hringinn, 15x15 cm. Dýptin fer eftir því hvort um sé að ræða frostfrítt efni undir. Ef um slíkt er að ræða nægir að hafa holurnar 15 til 20 cm djúpar, annars þarf að grafa 60 cm niður, þannig að undirstaða pallsins fari ekki af stað í frostum. Því næst þarf að setja steypu eða forsteyptar undirstöður í holurnar og gæta þess að allar undistöðurnar séu í sömu hæð eins og lýst var hér að framan. Steypu er hægt að blanda á staðnum. Einfaldast er að fá tilbúna þurrefnablöndu í steypuna og blanda hana með vatni á staðnum. Þegar steypan er þurr skerum við út hæfilega stóran bút af tjörupappa og leggjum ofan á hana svo að bitarnir liggi ekki beint á steypunni. Ef við erum viss um að jarðvegurinn þar sem pallurinn á að koma sé þurr og/eða við vitum að hann hreyfist ekki í frostum, getum við sleppt þessum kafla og látið grindina hvíla á mölinni.

12


Trépallur upp við hús 1 Dregari: 45 x 145 mm (645800) gagnvarin alhefluð fura. Boltaður við sökkul eða vegg húss með múrboltum 10 x 120 HG (5622747). 2 Bitar: 45 x 95 mm (645600) gagnvarin alhefluð fura, millibil 0,6 m.

1

5 2

3

4

6

3 Undirstaða: steypt undirsta›a (sjá undirstöðuteikningar).

7

4 Kantborð: 21 x 95 mm (621600) gagnvarin alhefluð fura. 5 Klæðning: 28 x 95 mm (628600) gagnvarin alhefluð fura, bil milli borða 5 mm, fest með ryðfríum A4 tréskrúfum, 4,5x60 TX UZ (5611319). 6 Samtengingar: galvaniseraðar járnfestingar, NKT - þakásankeri 210 B (5721210/11) fest með galvaniseruðum skrúfum 5,0 x 40 (5614782) 8 stk í hvert járn. 7 Dregarar: 45x145 mm (645800) gagnvarin, alhefluð fura, millibil 1,8 - 2 metrar.

Pallurinn settur saman Pallur sem liggur á jörðinni, á frostfríu efni, er í raun pallur án undirstaða og að því leyti einfaldari í smíði. Jafnvel þótt við ætlum aðeins að smíða lítinn pall, er hann býsna þungur og því verðum við að smíða hann á staðnum. 1. Byrjað er á því að leggja ytri ramma pallsins á sinn stað, skrúfa úthringinn saman á hornunum með hæfilega löngum skrúfum og rétta hann af með því að finna 90° horn. Því næst eru bitarnir í innri grindina sagaðir í rétta lengd og settir á sinn stað. Ef við ætlum að klæða pallaefnið þvert á grindina nægir að hafa 55 cm á milli bita. En ef við ætlum að hafa pallaefnið á ská yfir pallinn verðum við að hafa 45 cm á milli bita, miðað við pallaefni 28x95 mm. 2. Þegar grindin er tilbúin getum við byrjað að klæða pallinn. Hægt er að negla klæðninguna niður eða nota þar til gerðar pallafestingar. En mælt er með því að skrúfa hana niður með ryðfríum skrúfum því þannig næst betri festa. Viðhald verður auðveldara og viðbætur seinna meir. Tvær skrúfur eru settar í hvern bita og ráðlagt er að hafa minnst 3 mm bil á milli borða bæði til að vatn eigi greiða leið niður og vegna þenslu. Gott er að leggja mát milli borðanna til að halda jöfnu bili. 3. Klæðningin er sjaldnast nægilega löng til að ná yfir pallinn og þarf þá að setja tvö eða fleiri borð saman. Borðið er sagað í þá lengd að það nái nákvæmlega inn á mitt þverbandið í grindinni þar sem samsetningin kemur, sandpappír rennt létt yfir endann á því til að fjarlægja flísar sem myndast við sögun og síðan er það skrúfað niður. Næsta borð er síðan fellt að því og skrúfað niður eftir að hafa verið sagað í rétta lengd. Samskeytum af þessu tagi er ávallt víxlað þannig að næsta samsetning komi á öðrum stað en sú þarnæsta í sömu línu og sú fyrsta. Þannig myndast fallegt mynstur. Alltaf er best að fá fagmann í verkið.

Þegar smíða á sólpall getur margborgað sig að tryggja að öll verkfæri og hlutar til smíðinnar séu til staðar. Eftirfarandi listi getur reynst vel hvað þetta varðar. Verkfæri Málband Lína Hælar Hamar Skófla Réttskeið Hallamál Blýantur Hanskar Hlífðargleraugu Handsög eða vélsög Andlitsgríma Borvél Borar Skrúfbitar Skrúfubor með úrsnarara Skrúfjárn Toppasett eða lyklar fyrir samsetningarskrúfur 2 þvingur (ef þarf) Pensill

Efni Jarðvegsdúkur Möl Steypa (sement og sandur) (ef þarf) Tjörupappi (ef þarf) Grindarefni, lítill pallur: 48x98 mm, stærri pallur: 48 x 148 mm Pallaefni: 28x95 mm Franskar skrúfur til að skrúfa saman hornin (120 mm) Ryðfríar skrúfur til að festa pallaefnið, 60 mm Sandpappír Viðarvörn Vinklar + kambsaumur/skrúfur Múrboltar (heitgalv. ef festa á pallinn við vegg) Borðaboltar (heitgalvaniseraðir) (ef setja þarf saman grindarbita, 110 mm)

Pallurinn 13


UNDIRSTÖÐUR Þegar gera þarf undirstöður fyrir palla og skjólveggi er hægt að velja á milli þess að steypa þær á staðnum, eða nota tilbúnar. Hægt er að fá tilbúnar undirstöður í nokkrum stærðum. Minni gerðirnar eru ætlaðar fyrir sólpalla, smærri garðhús og lægri skjólveggi, en stærri gerðirnar eru ætlaðar fyrir hærri skjólveggi. Einnig eru í boði hólkar, sívalir og ferhyrndir, úr pappa eða plastefni (PVC) til að steypa stöpla og undirstöður. Þegar þess er þörf er úrval festinga í boði til að setja í steypuna.

Steypustöplar fyrir sólpalla og minni garðhús

Tilbúnir steypustöplar með járnum til festingar við tréverk auðvelda uppsetningu á sólpöllum, skjólveggjum og minni garðhúsum. 1. Undirstaða fyrir smáhýsi, hæð 90 sm, kónn 50 - 20 sm. Vnr. 601340 2. Steyptur 20 sm stöpull, hæð 80 sm. BMF gataplata. Vnr. 601320 3. Steyptur 20 sm stöpull, hæð 80 sm. 2 flatjárn. Vnr. 601330 4. Steyptur 20 sm stöpull, hæð 80 sm. BMF súluskór. Vnr. 601310 1.

2.

3.

4.

5. Steypt undirstaða fyrir frostfría jörð, hæð 25 sm, kónn 30 x 30 sm - 20 x 20 sm. Vnr. 601350

5.

Dvergar Ný tegund stólpa fyrir sólpalla girðingar, smáhýsi, skilti og flaggstangir.

Blikkhólkar

20/31 cm í þvermál, lengd 75 sm Vnr. 227128/31

14

Pappahólkar

20/25/30 cm í þvermál, lengd 3,7 m Vnr. 226920/25/30


FESTINGAR FRÁ SIMPSON STRONG-TIE Þegar skeyta þarf saman einingar í sólpalli og skjólgirðingu eru festingar frá SIMPSON StrongTie. alltaf með bestu gæði. Til eru festingar sem hæfa margvíslegum samsetningum. Vinklar af ýmsum gerðum, bjálkaskór, samskeytingar, gataplötur, súluskór, staurafestingar, pallahólkar og margt fleira. SIMPSON Strong-Tie er með öfluga heimasíðu þar sem í boði er hugbúnaður til að velja réttu festinguna: www.strongtie.dk

Vinkill

Með styrkingu, 47 mm vnr. 5722100

Vinkill

Með styrkingu, 70 mm vnr. 5722161

Vinkill

Með styrkingu, 90 mm vnr. 5722192

Vinkill

Með styrkingu, 105 mm vnr. 5722261

Skrúfur og saumur frá SIMPSON Strong-Tie Við mælum með að nota til þess gerðar skrúfur og saum, í allar festingar frá SIMPSON Strong-Tie. Festingarnar eru með ábyrgð, að því gefnu að notaður sé réttur saumur eða skrúfur frá framleiðanda.

Teikningarnar sýna aðeins nokkur dæmi um not á festingum við smíði á palli og girðingu.

Pallurinn 15


SÓLPALLARÁÐGJÖF Fáðu teikningu af pallinum í þrívídd Húsasmiðjan býður viðskiptavinum sínum að koma og fá ráðgjöf varðandi garðinn og pallasmíðina hjá Bjarnheiði Erlendsdóttur garðahönnuði. Hún teiknar sælureitinn þinn í þrívídd þannig að þú sjáir hvernig hann mun koma út fullsmíðaður. Hvað þarf helst að hafa í huga áður en farið er af stað í pallasmíðina? „Það þarf að huga að því hvernig pallurinn verður notaður og hvar hann er staðsettur. Til dæmis þarf að gæta þess að skjólveggur skyggi ekki á besta staðinn á pallinum eða að heiti potturinn lendi í dimmu horni,“ segir Bjarnheiður. „Fólk þarf að huga að því hvernig sólin skín á mismunandi tímum dags, hvaðan vindáttin kemur, hvar grillið, húsgögnin eða heiti potturinn eigi að vera o.fr.v. Þess vegna hvet ég alla til að leita sér ráðgjafar, annað hvort hjá mér eða öðrum starfsmönnum Húsasmiðjunnar.“ Bjarnheiður tekur einnig fram að algeng mistök séu að hafa pallinn of lítinn, þannig að þegar húsgögn eru sett á pallinn komist lítið annað fyrir á pallinum. „Þess vegna hvet ég alla sem eru að huga að pallasmíði að koma til okkar og fá teikningu af pallinum í þrívídd frá ólíkum sjónarhornum ásamt grunnplani. Það kostar 5.390 kr. en sú upphæð fæst endurgreidd við kaup á efni í pallinn. Við gerum einnig verðtilboð í allt efni í pallinn, allt frá undirstöðum niður í smæstu skrúfu, þannig að ekkert á að koma á óvart.“ „Þeir sem vilja fá ráðgjöf hjá mér varðandi pallinn geta einfaldlega hringt í aðalnúmer Húsasmiðjunnar 525 3000 og pantað tíma. Munið að koma með grunnteikningu af húsinu og lóðinni ásamt ljósmyndum af svæðinu til mín“ segir Bjarnheiður að lokum. Bjarnheiður Erlendsdóttir Garðahönnuður

16


a

13 :

0 19:0

180 sm

:0 0 17

180 sm

:0 17

ca 2 m

21:0

0

b :0 17

0

ca 2 m

21:0 0

ca 6 m

ca 2-4 m

00

20. júní

0

13 :

1. maí

0

00

:0 17

:0 0 17 0 :0 19

c

Afstaða sólar Gæta verður þess að planta gróðri á milli skjólveggs og þess svæðis sem nota á til útivistar. Þetta tryggir minni skugga og meira skjól. Velja þarf saman gróður af kostgæfni til þess að hann veiti skjól án þess að verða of hár. Skuggi frá 1,8 metra skjólvegg þann 1. maí er kl. 17 um 3 metrar en hann lengist í um 6 metra kl. 19. Skuggi þann 20 júní er orðinn 2 metrar kl 17 en 8,5 metrar kl. 21 um kvöldið. a. Það skiptir máli að sitja ekki of nálægt skjólvegg til þess að lenda ekki í skugganum. Gróður gefur auk þess meira skjól. b. Skugginn lengist frá klukkan 13 til kl 21 í byrjun maí. c. Skuggi frá sama skjólvegg í kring um 20. júní.

Hannað eftir þínu höfði Notfærðu það sem garðurinn býður upp á og útfærðu pallinn þannig að hann skapi sem mest rými og fái að njóta sín í umhverfinu. Garðurinn getur verið formaður eftir þínu höfði og þarf ekki að vera ferkantaður eða beinn. Mikilvægt er að leggja klæðninguna rétt á pallinn þannig að hann virki stærri en ekki minni. Ef garðurinn er hæðóttur má útfæra pallinn á tveimur eða fleiri hæðum. Húsasmiðjan býður meðal annars upp á ráðgjöf frá garðahönnuði sem vinnur með þér hugmynd að sólpallinum þínum.

Gerðu ráð fyrir húsgögnum Þegar sólpallur er hannaður þarf að hugsa fyrir því hvernig á að nota hann og gera ráð fyrir plássi fyrir þau húsgögn sem ætlunin er að nota. Mælið upp stærðir borða og stóla og þannig er hægt að sjá hvort þau komast vel fyrir á pallinum.

Pallurinn 17


Pallaolía Jotun Treolje Pallaolía á gagnvarið efni. Fáanleg gullbrún, græn og einnig í sömu litum og Trebitt hálfþekjandi. 7049123

MIKILVÆGT AÐ BERA REGLULEGA Á PALLINN Ef um nýjan pall er að ræða mælum við hjá Húsasmiðjunni með Jotun Trebitt Terrassebeis, sem er sérlega góð vörn fyrir íslenska veðráttu. Þetta efni er góður kostur því aðeins þarf að bera á pallinn þriðja hvert ár. Ef um eldri pall er að ræða sem þegar hefur verið olíuborinn, mælum við með Jotun Treolje. Æskilegt er að bera Jotun Treolje á pallinn á hverju ári.

En þarf að þvo pallinn áður en borið er á hann? Mjög mikilvægt er að þvo pallinn áður en viðarvörn er borin á. Það tryggir betri endingu og virkni viðarvarnarefna sem borin eru á. Hreinsiefni fyrir palla hjálpa til við hreinsun á óhreinindum, blettum frá nöglum eða skrúfum, örverugróðri, sveppagróðri og sólargráma. Ef pallurinn er ekki nýr ætti að nota pallahreinsi, til dæmis Jotun Terrassebeisfjerner, áður en viðarvörn er borin á.

Hversu oft þarf að bera á palla og skjólveggi? Það reynir mun meira á pallinn en skjólvegg­ina svo almennt þarf að viðhalda honum ­betur og oftar. Vatnspróf er auðveldasta leiðin til að finna út hvort það þarf að viðarverja pallinn. Þetta er gert með því að sprauta vatni á pallinn. Ef yfirborðið drekkur vatnið strax í sig, þarf að bera á pallinn. Ef vatnið perlar eða flýtur ofan á pallinum er ekki þörf á nýrri viðar-vörn. Það gæti hins vegar verið í góðu lagi að bera á eina umferð af pallaolíu eða álíka efni til að fríska upp á útlitið.

1.

2.

Vætið fyrst flötinn með köldu vatni. Berið Jotun Trebitt pallahreinsi óþynntan með rúllu eða pensli á flötinn.

Skrúbbið svo létt yfir þannig að Spúlið svo af með hreinu vatni efnið dreifist vel. Látið liggja á í og látið pallinn þorna. 15-20 mín. Gætið að væta flötinn með vatni á meðan svo efnið þorni ekki.

3.

4.

Eftir að viðurinn er orðinn þurr, er hægt að bera á Jotun Treolje eða Jotun Trebitt pallaolíu á pallinn.

3 ltr 4 ltr

Pallahreinsir Trebitt Terrassebesfjerner

Pallaolía Trebitt Terrasebeis 3 ára ending! Pallaolía sem hefur þann eiginleika að aðeins þarf að bera á þriðja hvert ár. 15 fallegir litir. 7049305-08

18

3 ára ending

Lýsir upp pallinn, fjarlægir sveppagróður, grillolíu og sót. 7158012


Gerðu pallinn eins og nýjan skref

1

Hreinsa pallinn með Jotun pallahreinsi

skref

2

Bera Jotun pallaolíu á pallinn

RÉTTUR PENSILL AUÐVELDAR VINNUNA Val á réttum pensli getur skipt sköpum við málningarvinnuna. Vandaður pensill endist lengur, gefur fallegri áferð og auðveldar vinnuna. Við ráðleggjum fólki alltaf að vanda val á penslum því það er of algengt að freistast til að nota lélega eða hreinlega ranga pensla við verkið. Ef þú ert óviss fáðu þá ráðleggingar í málningardeildum okkar áður en haldið er af stað í málningarvinnuna. Við mælum undantekningarlaust með penslunum frá Anza en þeir framleiða bæði málningarverkfæri fyrir fagmenn og einstaklinga og gæðin eru einfaldlega frábær enda langvinsælustu málningarverkfærin okkar frá upphafi.

Elite

Hallandi utanhússpensill með blönduðum hárum sem tryggir langa endingu og framúrskarandi gæði við málun. Hentar fyrir viðarvörn á olíuog vatnsgrunni, lakk og málningu. Passar á Anza framlengingarsköft. 75/100/120 mm. 7009474/75/85

Drygolin Pluss þekjandi viðarvörn Besta utanhúsmálningin frá Jotun. Við þróun á DRYGOLIN PLUSS var tekið það besta úr akrýlmálningu og olíumálningu og sameinað í þessari frábæru málningu sem leysir Demidekk af hólmi. Útkoman er besta blendings-olíumálningin frá Jotun, sérlega veðurþolin og gefur yfirburða útlit og vernd. 7049038-39

Goldí

Utanhússpensill með náttúrulegum og blönduðum hárum. Passar á Anza framlengingarsköft. 75/100 mm. 7009460-80

Goldí hallandi

Hallandi utanhússpensill með náttúrulegum og blönduðum hárum. Passar á Anza framlengingarsköft. 120 mm. 7009500

Bursti fyrir pallahreinsi 7014642

Drygolin Oljedekkbeis Olíubundin þekjandi viðarvörn, með kröftugum sveppaeyðandi efnum. Myndar vatnsfráhrindandi filmu sem endist í 6-8 ár. Með “tixotropiska” eiginleika og slettist því ekki. Frábær á sumarhúsið, skjólveggi og þakkantinn. 7049330

Pallurinn 19


STIKLUR Stiklur eru frábær kostur til að leggja t.d. á steypta fleti eins og svalir o.fl. Composit stiklur eru viðhaldsfrítt efni (stundum kallað plastpallaefni sem í raun er rangnefni) en harðviðarstiklurnar eru eins og nafnið bendir til úr harðvið og má gjarnan bera harðviðarolíu á þær á vorin til að fríska upp á þær. Við mælum með að taka stiklurnar inn fyrir veturinn og geyma þær fram á vor því þær geta farið illa þegar snjór, bleyta og drulla liggur á þeim í lengri tíma.

20

Stiklur Composite, 11 stk. Composite Wpc 30x30 cm Ancient Black, 11 stk. í pakka. 0,99 m2 í pakka. 28 mm á þykkt. 605009

Stiklur Composite, 11 stk. Composite WPC 30x30 cm. Ljósgrá, 11 stk. í pakka. 0,99 m2 í pakka. 28 mm á þykkt. 605008

Stiklur harðviður, 10 stk. Acacia harðviður klæðning 24 mm 30x30cm, 10 stk. pr. pakki, 0,9 m2 605006

Stiklur harðviður, 4 stk. Harðviður klæðning 24 mm 30x30cm, 4 stk. pr. pakki, 0,36 m2 605005


PALLAEININGAR Léttar pallaeiningar sem raða má saman eru auðveld lausn fyrir þá sem vilja njóta hlýleikans sem viðarklæddur pallur gefur, án þess að standa í því stórvirki að smíða heilan pall við húsið. Þessar pallaeiningar er einnig hægt að leggja beint á gras, á timburgrind eða á steinstétt, sem þá gefur jafna og góða undirstöðu. Einingarnar er hægt að taka upp að hausti, sem gefur þá grasinu tækifæri á að jafna sig, og eins er þá hægt að varna þess frekar að viðurinn í einingunum taki í sig raka úr jarðveginum og fúni fljótar. Hægt er að búa til göngustíga í garðinum með þessum einingum, eða raða í kring um heita pottinn, einkum í þeim tilfellum þar sem hellulagt er í kring um þá.

Pallaeining, Justa 60x60 sm Vnr. 604300

Stiklur og pallaeiningar 21


SKJÓLVEGGIR Íslensk veðrátta er með þeim hætti að ef við viljum setjast niður og njóta veðurblíðunnar þá þurfum við á skjóli að halda. Veðrabrigði, og hitamunur dags og nætur kalla oft fram hreyfingu lofts sem kemur fram sem vindur af landi til hafs eða sem hafgola, allt eftir tíma dags. Við smíði sólpalla við hús er því yfirleitt brugðið á það ráð að reisa skjólveggi sem skýla fyrir ríkjandi vindátt. Slíkir skjólveggir eru stundum hafðir að hluta úr gleri til að tapa ekki útsýni eða með fléttu sem brýtur vind án þess að loka að fullu fyrir útsýnið. Einingar fyrir skjólveggi úr tré eru því til í mismunandi hæð og breidd, með eða án fléttu að ofan, sem gefa ótal möguleika á mismunandi samsetningum.

Madridar línan

22

180x180 sm

180x120/90 sm

180x120 sm

90x120 sm

Vnr. 603400

Vnr. 603411

Vnr. 603414

Vnr. 603404

90x180 sm

90x180/90 sm

180x90 sm

90x90 sm

Vnr. 603405

Vnr. 603410

Vnr. 603415

Vnr. 603403


GIRÐINGAR Okkur hefur verið það eðlislægt í aldanna rás að afmarka okkar svæði, þótt verulega hafi dregið úr því á síðari árum að reisa miklar girðingar í kringum hús og garða, líkt og tíðkaðist áður fyrr. Samt sem áður er þess oft þörf að afmarka lóð eða svæði með girðingum, og þá eigum við þann valkost að smíða grindverk á staðnum, eða raða saman lágum forsmíðuðum girðingareiningum. Með því að blanda saman standandi klæðningu og fléttu fyrir ofan er hægt að kalla fram léttara yfirbragð og fallegri girðingu. Einnig er upplagt að nota girðingar á sólpalla til þess að hindra það að börn falli fram af pallinum.

Vilníus línan

180x80 sm

93x80 sm

180x80/95 sm

93x80/95 sm

Vnr. 603290

Vnr. 603295

Vnr. 603300

Vnr. 603305

Tilbúnir tröppukjálkar Auðveld lausn fyrir þá sem þurfa að búa til tröppur af pallinum eða á milli hæða í garðinum. Tilbúnir tröppukjálkar fyrir þrjú, fimm eða sjö þrep eru til hjá timbursöludeildum Húsasmiðjunnar, og þegar búið er að velja timbur í þrepin við hæfi, er ekkert til fyrirstöðu að koma fyrir sterklegum og fallegum tröppum.

25 sm

Vnr. 601755

Vnr. 601756

Vnr. 601757

17 sm þykkt 45 mm

Skjólveggir og girðingar 23


GIRÐINGALEIÐBEININGAR Girðingar þjóna margvíslegum tilgangi. Þær geta veitt skjól fyrir ágangi vinda, manna og dýra, eða skýlt gróðri. Girðing sem skýlir gróðri þarf að vera 0,5 til 0,9 m eða hærri, ef um er að ræða gróður sem þarf meira skjól. Þær þurfa ekki að vera alveg þéttar og má bilið á milli borða vera 10 til 90 % af breidd borðanna. Viðkvæmari plöntur þurfa þéttari girðingu.

Skjólgirðingar Mikið úrval forsmíðaðra skjólgirðinga er í boði. Mismunandi form þeirra gerir það að verkum að hver og einn getur valið sér einingar við hæfi. Einingarnar eru smíðaðar úr gagnvörðu timbri og hægt er að raða þeim saman á margvíslegan hátt sem hæfir garðinum, húsinu, pallinum eða öðru því sem þær eiga að skýla. Einnig er hægt að smíða slíkar girðingar sjálfur.

Gætið vel að vindáttinni Girðingaeiningar eru tilvaldar til að mynda skjólhorn í görðum, við trépalla, í kring um heita potta og til varnar því að börn hlaupi út á götu. Þegar staðsetja á girðingaeiningar þarf að velja hæð þeirra og útlit með notagildi í huga. Þar sem vindasamara er gæti þurft að velja hærri einingar og staðsetja þær þannig að þær gefi tilætlaðan árangur. Rangt uppsett skjólgirðing getur magnað upp vind með því að breyta vindstreng eða magna upp hvirfla. Því þarf að fylgjast vel með ríkjandi vindátt í garðinum áður en staðsetning er ákveðin og útlit veggjaeininga er valið.

Gæta skal öryggis Við smíðar á girðingu eða skjólvegg þarf að gæta að öryggis, einkum barnanna vegna. Rimlar eiga allra helst að vera lóðréttir og bil á milli þeirra ekki vera meira en 100 mm, sama á við um önnur bil í girðingu eða handriði. Þetta kemur í veg fyrir að lítil börn geti fest höfuðið á milli rimla. Lóðréttir rimlar koma í veg fyrir að börn nái að klifra upp girðinguna. Sérstaklega er varasamt að hafa lárétta rimla í handriðum eða girðingum, þar sem fallhætta er til staðar.

24


Smíði og frágangur á girðingu 2a

34x95 mm

7-10 sm

2

2b 20 sm

37 sm

4

45x95 mm 180 sm max

3

180 sm max

45x95 mm

45x95 mm 45x95 mm 15 sm

1

5 sm

1

5 sm

90-180 sm

2a Í þessari gerð er flétta sett ofan á 48x95 og 34x95 mm. Gætið þess að 5 sm séu frá jörð upp að neðri þverslá.

1 Mæla og merkja hvar staurar eiga að koma. Grafa holu um það bil 120 cm á dýpt og 30 til 40 sentimetra í þvermál. Setja 15 til 20 cm af möl í botn holunnar. Staðsetjið steypuhólk með minnst 30 sm þvermál í holuna, hæð hans sé á bilinu 100 til 110 cm. Látið staurinn í hólkinn og réttið hann af og festið með tveimur skástífum, þannig að hann standi lóðréttur. Skásagið þann enda staursins, sem fer ofan í hólkinn, og gætið þess að endinn fari ekki í gegn um mölina, því ef hann nær í moldina fúnar hann fyrr. Hellið steypu í hólkinn. Ekki loka staurinn af í steypunni, því ef endi hans nær í gegn um steypuna nær bleytan að leka í gegn og minni hætta á fúa. Gætið

90-180 sm

2b 2x48x98 cm.

Dæmi um útfærslu á grindverki 2a

þess að hafa staurana nægilega háa, frekar að stytta þá í rétta hæð síðar. 2 Efri endi á staur 7 til 10 fyrir ofan grindverk. 3 Festa lista 26x26 í hring. Festa klæðningu að lista með skrúfum eða nöglum. Notið ekki klæðningu sem er þynnri en 21 mm á þykkt. Ef lítill vindur er á staðnum má hafa 1,5 cm á milli banda, en ef vindur er meiri er betra að auka bilið í 2 til 2,5 sm á milli banda. Loka hringnum með 26x26 mm. Skrúfa eða negla. 4 Setja fléttu í efra bilið í girðingu 2a. Sami frágangur og í lið 3.

Dæmi um útfærslu á grindverki 2b

Girðingaleiðbeiningar 25


1

1

1

2

2 2 3

3 4

3 4

5 4

5

6 2

26

6

5

6

7

Staur steyptur í sand

Staur steyptur í holu

Staur steyptur í hólk

1 Staur 95x95 mm (695600): Gagnvarin alhefluð fura. 2 Frostfrí grús: Fjölkorna með mikla þjöppunarmöguleika. 3 Holtasandur: Með mikla þjöppunareigin-leika. Vökvaður og þjappaður í lögum. 4 Viðarvörn: Gagnvörn A flokkur Múffurör: Steypt frárennslinsrör 6 Jarðvegur: Jarðvegur á staðnum.

1 Staur 95x95 mm (695600): Gagnvarin alhefluð fura. 2 5% vatnshalli: Veitir vatni frá staurnum 3 Steypa: Múrblanda (6226040) 4 Viðarvörn: Gagnvörn A flokkur 5 Drenmöl: Hleypir vatni í gegnum sig 6 Jarðvegur: Jarðvegur á staðnum.

1 Staur: 95x95 mm gagnvarin alhefluð fura. 2 Vatnshalli: 5% fráveituhalli. 3 Grús: Frostfrí fjölkorna grús með mikla þjöppunareiginleika. 4 Steypumót: Blikk/Pappahólkur H 750, þvermál 200 mm (226920). 5 Steypa: Staurasteypa (6226040). 6 Drenmöl: Hleypir vatni í gegnum sig. 7 Jarðvegur á staðnum.


Stoðveggur

13

11

1

2 14 12 10

9

8

3

7 6 5

4

1 Timbur: 95x95, áttstrent stoðveggjatimbur eða annað efni sem er til staðar. 2 Gras/hellur/pallur. 3 Sandur: Um það bil 10 sm. 4 Þjöppuð grús: Um það bil 40 sm. 5 Steypt undirstaða: 30 sm í þvermál, 100 cm á dýpt. 6 Galvaniserað rör: 1”- 2”. Franskar skrúfur til að festa veggbita við rörið. (gæta þess að rörið fari ekki of hátt, ekki upp fyrir lista). 7 Skrúfur: 60x150 eða 6” nagli með um það bil 50 cm bili. 8 Girði með kambsaum. 9 Möl eða völusteinar. 10 Plasteða jarðvegsdúkur. 11 Trélisti: 10x40 mm, til að festa dúkinn. 12 Gróðurmold. 13 Gróður. 14 Hraunsalli: 5 sem eða möl. Einnig er hægt að nota steina eða kurl.

Hattar Hattar á staura eru til í ýmsum útfærslum. Þeir bæði fegra og vernda staurinn gegn því að regnvatn eigi greiða leið inn í staurinn.

Hattur á staura

Fasaður, 45x120x120 mm 600019

Hattur á staura 120x120 mm 600028

Stoðveggir Hægt er að gera stoðveggi úr ýmsu efni. Þar á meðal má nefna sívala staura, rekavið, gamla símastaura eða annan sveran við. Hægt er að skapa fjölbreytileika með því að hafa staurana af misjafnri lengd. Byggðu stoðvegg á einfaldan hátt. Hér má sjá eina lausn. Efnið færðu hjá okkur.

Staur sívalur

10 sm, Vnr. 600009 12 sm, Vnr. 600010 14 sm, Vnr. 600011

Girðingaleiðbeiningar 27


GABION Skjólveggir úr grjóti í netgrindum Fyrir þá sem vilja öðru vísi skjólveggi, eru skjólveggir úr grjóti sem hlaðið er inn í netgrind kannski kosturinn. Slíkir veggir, kallaðir Gabion á flestum erlendum tungumálum, eru í raun kassar úr vírneti sem fyllir eru með grjóti af ýmsum stærðum. Best er að nota brotagrjót, því það læsist betur saman og myndar því betri heild og meiri styrk. Slíkar grjóthleðslur hafa verið notaðar í mörg ár til að styrkja árbakka, varna broti vegna ágangs sjávar, til að búa til stoðveggi og veggi til hljóðvarna við þjóðvegi. Svona vírnetsgrjóthleðsla þarf að standa á góðu undirlagi, og er hægt að byggja sjálfstæða skjólveggi í allt að 180 sentímetra hæð. Það er fyrst og fremst þyngdin sem heldur veggnum á sínum stað. Einn rúmmetri af svona vegg vegur á bilinu 750 til 900 kíló. Í raun er hægt að nota hvaða jarðefni sem er í fyllingu, en veggi sem á að nota sem stoðveggi og eiga að vera hærri en 1 metri á að fylla með grjóti. Það er erfiðara að fá fallega áferð með stærri steinum, og því er mælt með steinastærð á bilinu 100 til 200 mm til að fá fallega áferð. Netkassarnir koma ósamsettir en þeim er læst saman á köntunum með því að lásteini er rennt í lykkjur sem læsa brúnum kassans saman. Byrjað er á að læsa fjórum hliðum á botnplötuna, þeim er læst saman á hornunum og þannig verður til vírnetskassi opinn að ofan. “Kassinn” er fylltur með grjóti, lokinu læst á með sama hætti og botninum og síðan er næstu hæð bætt ofan á. Útkoman er sléttur grjótveggur, sem sameinar náttúrulegt útlit, mikinn styrk og er fyrst og fremst öðru vísi.

28


Aðeins er um að ræða sérpantanir. Hafið samband við ráðgjafa í Timburmiðstöð Húsasmiðjunnar í Grafarholti, sem veita nánari upplýsingar, sími 520 3900. Þar er einnig hægt að sjá sýnishorn af uppsettum veggjaeiningum.

Skjólveggir 29


BRUNAVARNIR Mikilvægt er að hafa brunavarnir í lagi Það er sérlega mikilvægt að hafa brunavarnir í góðu lagi á heimilunum og ekki síður í frístundahúsum, þar sem þau eru oftar en ekki öll úr timbri, mikil notkun er oft á kertaljósum og það er grillað hvenær sem færi gefst á. Setjið upp einn eða fleiri reykskynjara eftir því sem húsnæðið býður upp á. Mikilvægt er að hafa bæði reykskynjara á opnu rými eins og stofu og/eða eldhúsi ásamt því að vera með reykskynjara í svefnplássi. Gott slökkvitæki á að vera skyldueign í hverju frístundahúsi og á hverju heimili, og jafnvel fleiri ef húsnæðið er margskipt. Hafið einnig eldvarnarteppi innan seilingar við eldavélina. Gætið þess að ekki sé glóð til staðar í grilli eða eldstæði þegar farið er að sofa eða húsið er yfirgefið, því mörg dæmi eru þess að kviknað hafi í út frá grillkolum sem gleymdist að slökkva í eða frá glóð í eldstæði í sumarhúsi. Einnig að gluggatjöld nái ekki að sveiflast í kertaljós þegar hurð eða gluggi eru opnuð. Eldvarnir á heimilum jafnt og í frístundahúsum tryggja öryggi fjölskyldunnar ef eldur kemur upp.

Duftslökkvitæki 2 kg, með mæli og bílfestingu Vnr. 5057631

30

Duftslökkvitæki 6 kg, með mæli og festingu Vnr. 5057632

Eldvarnarteppi 100x100 sm, einnig til 120x120 sm Vnr. 5057640-1

Gasskynjari 12V, m/straumbreyti Vnr. 5875770

Léttvatnsslökkvitæki 6 ltr, með mæli og festingu Vnr. 5057634

Reykskynjari Optiskur, einnig til samtengjanlegir Vnr. 5877468/80

Léttvatnsslökkvitæki 9 ltr, með mæli og festingu Vnr. 5057635


PALLAEFNI Í VEFVERSLUN Í fyrsta sinn á Íslandi getur þú keypt pallaefni og timbur í vefverslun www.husa.is/netverslun/byggingarefni-vorur/pallaefni/ og fengið það sent á höfuðborgarsvæðinu eða sótt um land allt í verslanir Húsasmiðjunnar.

Brunavarnir og pallaefni 31


SNJALLLÝSING FYRIR PALLINN OG GARÐINN PHILIPS HUE LILY lampar eru kastarar sem hægt er nota til að lýsa upp svæði í garðinum sem þú vilt hafa aukna áherslu á. Fókusinn gæti verið blóm, pottar, tré eða eitthvað annað. Lily kastarinn hefur innbyggðan Hue ljósgjafa – Lily ljósið getur lýst í 2200 til 6500 ­Kelvin birtu­stigi og birt 16 ­milljónir m ­ ismunandi liti! Þú stjórnar litastýr­ingunni með símanum þínum. Philips Hue Lily kastarinn er festur annað­hvort með stöng í jörðina, eða skrúfaður í vegg. Báðar festingar fylgja með.

Stjórnaðu útiljósunum með símanum

32


HUE Lily start sett 6166870

Vegglampi

HUE Econic vegglampi svartur niĂ°ur 6166845

HUE Fuzo vegglampi Kubbur LED. 6166843

Vegglampi

Vegglampi

HUE Econic vegglampi svartur upp

HUE Econic pedestal svartur 6166846

6166848

Vegglampi

HUE Fuzo vegglampi svartur 6166842

Snjalllýsing 33


Staur

HUE Econic post svartur 6166847

34

Stjórnaðu útiljósunum með símanum


Startpakki HUE LightStrip

HUE Start Kit

Útiljós, 2 m, LED.

Með rofa, brú, 2xE27 LED perur.

6167163

Vegglampi

HUE Fuzo vegglampi upp niður svartur

6167000

Vegglampi

Stólpi

Staur

6166843

6166840

6166841

HUE Fuzo vegglampi kubbur

HUE Fuzo stólpi svartur 1 x 15w

HUE Fuzo staur svartur 1 x 15w

6166844

Hreyfiskynjari

HUE Hreyfiskynjari úti 6166839

Snjalllýsing 35


GARÐALÝSING Auðvelt er að skapa skemmtilega stemningu með góðri og skipulagðri palla-og garðlýsingu. Góð lýsing eykur notagildi sólpalla og hægt að njóta þeirra langt fram á haust. Lýsing er þó ekki einungis til að þjóna fagurfræðilegum tilgangi heldur eykur lýsing einnig öryggi bæði garðeigenda. Góð lýsing hefur einnig fælandi áhrif á óvelkomna gesti í garðinum því auðveldara getur verið að athafna sig óséður í myrkum garði en vel upplýstum garði.

36


Garðljós

Veggljós

6165990/93

6166008/02

Philips Creek lítill staur, svart/hvítt.

Philips Creek hvítt/svart.

Útiljós

Útiljós

Grass LED.

Parterre LED.

6166017

6166275

Útiljós

Útiljós

Útiljós

Útiljós

6166299

6165987

6166056

Bustan LED. 6166293

Cottage LED.

Stratosphere LED.

Veggljós

Veggljós

6166011

6166014

Veggljós

Loftljós

Philips Eagle svart 1x3W SELV

Bustan veggljós anthracite 2x4.5W selv - pod-16483-93-p0. 6166293

Squirrel LED.

Philips Eagle svart 1x3W SELV

Moonshine antracid 2x14w pod-17350-93-pn 6166308

Snjalllýsing 37


GESTAHÚS

Margir hugsa að gott væri að hafa lítið garðhús í garðinum fyrir sláttuvélina og öll garðverkfærin. Aðrir sem eiga sumarbústað gæti vantað lítið gestahús fyrir vini og vandamenn. Húsasmiðjan hefur upp á að bjóða gott úrval af garð- og gestahúsum. Þetta eru furubjálkahús sem hafa verið aðlöguð að íslenskum aðstæðum hvað varðar samsetningu og frágang. Hægt er að fá húsin ósamsett eða samsett eftir þörfum.

Gestahús 25 m2

Vnr. 600222

Grunnteikning

38

Breidd = 434 sm Lengd = 594 sm + verönd (8,6 m2)

Vegghæð = 240 sm (brúttó) Bjálkaþykkt = 70 mm


Gestahús 15 m2

Vnr. 600231

Grunnteikning

Breidd = 330 sm Lengd = 445 sm + yfirbyggð verönd (4,7 m2)

Vegghæð = 230 sm (brúttó) Bjálkaþykkt = 45 mm

Gesta- og garðhús 39


GARÐHÚS Húsasmiðjan býður eingöngu vönduð bjálkahús sem þola íslenska veðráttu, 20 ára reynsla

Garðhús 4,4 m2

Vnr. 600239

Breidd = 167 sm Lengd = 267 sm Vegghæ = 170 sm Bjálkaþykkt = 32 mm

Hurðarbreidd = 107 sm Þak Breidd = 303,5 sm Lengd = 118 sm

Garðhús 7,2 m2

Vnr. 600236

Breidd = 250 sm Lengd = 290 sm Vegghæð = 210 sm Bjálkaþykkt = 45 mm

40

Garðhús 6 m2 Vnr. 600238

Garðhús 9.8 m2 Vnr. 600234

Breidd = 200 sm Lengd = 300 sm Vegghæð = 190 sm Bjálkaþykkt = 32 mm

Breidd = 250 sm Lengd = 391 sm Vegghæð = 202 sm Bjálkaþykkt = 44 mm


BARNAHÚS

Barnahús 2,69 m2

Vnr. 600230

Breidd = 167 sm Lengd = 167 sm + verönd 100 sm Vegghæð = 170 sm (brúttó) Bjálkaþykkt = 32 mm

Barnahús 5,5 m2

Vnr. 600131

SORPTUNNUGEYMSLA

Breidd = 220 sm Lengd = 250 sm + verönd Vegghæð = 220 sm (brúttó) Bjálkaþykkt = 32 mm

Sorptunnugeymsla ósamsett BALTIC FENCE Sorptunnugeymsla úr gagnvörðu timbri. Fyrir tvær 120 lítra sorptunnur. Tvær hurðir. Tvö lok sem lyftast upp. Hæð 122,0 cm. Lengd 149,0 cm. Dýpt 86,0 cm.

Öll garðhús afhendast ósamsett og ómáluð

Gesta- og garðhús 41


EININGAHÚS

Vönduð hús á ótrúlega góðu verði

Gerður - 107 m2 sumar- og heilsárshús Gerður er stórt og glæsilegt, 107 m2 sumar- og heilsárshús. Húsið er mjög rúmgott og fallegt. Allar einingar afhendast samsettar með hurðum og gluggum. Þakstál, flasningar, þakkantaefni og festingar fylgja með. Vandaður frágangur og hús sem hentar vel íslenskum aðstæðum.

Sjá verð, ar og teikning gu skilalýsin á husa.is

Frigg 27m2 Frigg er fallegt 27 m2 heilsárshús með einu svefnherbergi.

Freyja - 40m2 frístundahús Freyja er fallegt 40 m2 heilsárshús með einu svefnherbergi.

Húsasmiðjan hefur áratuga reynslu af sölu einingahúsa og byggingarefna á Íslandi og býður til sölu falleg, vönduð einingahús. Húsin eru hönnuð af íslenskum arkitektum og byggingatæknifræðingum fyrir íslenskar aðstæður og að sjálfsögðu í samræmi við íslenska byggingareglugerð.

42


Sif - 60m2 heilsárshús Sif er rúmgott og fallegt 60 m2 heilsárshús með tveimur svefnherbergjum.

Gígja - 80m2 heilsárshús Gígja er mjög rúmgott og fallegt 80 m2 heilsárshús með þremur svefnherbergjum.

Mjög einfalt og fljótlegt er að reisa húsin en þau afhendast í einingum, tilbúin til uppsetningar. Húsasmiðjan er í nánu samstarfi við hönnuði húsanna og vísum fúslega á þeirra þjónustu sé óskað frekari ráðgjafar við hönnun, skil á teikningum til sveitarfélaga o.þ.h. Við leggjum okkur fram við að ferlið sé einfalt og í góðu samráði við kaupanda. Nánari upplýsingar veitir Guðbjartur Halldórsson, söluráðgjafi í Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar á netfangið gh@husa.is eða í síma 525 3000. Einnig má finna verð, teikningar og fleira á husa.is

Einingahús 43


ROTÞRÆR Mismunandi er hvar best er að koma rotþró fyrir og fer það eftir staðháttum á hverjum stað en þó skal aldrei staðsetja rotþró nær íbúðarhúsi en í 10 m fjarlægð. Aðgengi fyrir dælubíl eða dráttarvél með haugsugu til tæmingar og eftirlits skal vera eins og best verður á kosið. Rétt er að vekja athygli á að heilbrigðis- og byggingafulltrúi á hverjum stað þurfa að samþykkja staðsetningu og frágang rotþróa og siturlagna, svo og förgun úrgangs (seyru). Val á staðsetningu rotþróa frárennsli frá salernum, þvottahúsum og eldhúsum má veita í rotþró. Þakvatn og hitaveituvatn ætti ekki að leiða í rotþróna heldur fram hjá henni. Einnig ber að forðast að setja ólífrænt sorp og sterk hreinsiefni í rotþróna

Garðkrani VSH Frostfrír krani Vnr. 8952695

Ensím með örverum fyrir rotþrær (Bio clear) Rotþró

2600 ltr, þvermál 130 sm, lengd 220 sm Vnr. 8120012

Er ætlað í rotþrær, niðurföll og fitugildrur. Með lífrænum aðferðum vinnur efnið á og brýtur niður uppsafnaða fitu, matarleifar og olíu. Efnið eyðir einnig ólykt. Inniheldur engin hættuleg ætiefni eða sótthreinsiefni með sýru sem hindra lífrænt niðurbrot. Eyðileggur hvorki frárennsliskerfið né umhverfið Vnr. 9022292

Inntaksloki sem lokar fyrir og tappar af í sömu aðgerðinni. Gjarnan notaður sem inntaksloki við sumarhús. Á þennan loka er fáanlegt ryðfrítt skaft til framlengingar upp úr jörð. Vnr. 8952495

Gólfrenna Vnr. 8969700

44


Allt fyrir skólpið frá Peštan Húsasmiðjan kynnir til leiks Peštan, nýjan birgja í frárennslisrörum PVC, PP, hljóð­einangrandi PP og PEH ásamt niður­föllum og niður­falls­rennum.

Frábærar vörur á frábæru verði

Rotþrær 45


HEITIR POTTAR Heitur pottur er frábær viðbót við pallinn, hvort sem er við heimahús eða sumarbústaði. Hægt er með einföldum hætti að koma honum fyrir. Í megin atriðum er um tvær gerðir potta að ræða, rafhitaða potta sem eru með öllum búnaði og skeljar, sem tengdar eru við heitt vatn, sem settar eru niður í pallinn eða stéttina. Skeljar geta verið með eða án nudds. Samkvæmt byggingarreglugerð má ekki fella potta að fullu niður í pallinn eða jörð vegna hættu fyrir smábörn. Því þarf að ganga þannig frá niðurfelldum pottum að þeir sitji vel og örugglega og ganga síðan frá þeim hluta sem stendur upp úr jörð eða palli. Sé pottur felldur niður í pall eða stétt verður efri brún að standa hið minnsta 40 sm upp úr pallinum eða stéttinni. Samkvæmt byggingarreglugerð verður heitur pottur að vera með læsanlegu loki. Áður en heitum potti er valinn staður verður að huga að því að hann liggi vel við sól, ef þess er kostur, en þó án þess að taka upp besta sólbaðssvæðið. Einnig þarf að hyggja að lagnaleiðum fyrir að- og frárennsli ef um skeljar er að ræða. Margir vilja skerma pottinn af og njóta þess í næði að slaka á í pottinum. Þó ber að hafa í huga að það flokkast undir öryggisatriði að hægt sé að fylgjast með pottinum frá húsinu um eldhús- eða stofuglugga, ef börn eru á heimilinu, en rétt er að undirstrika að minni börn noti aldrei heita potta án aðgæslu fullorðinna.

Staðsetning á heitum pottum Heiti potturinn þinn getur verið staðsettur hvort heldur utan eða innandyra, á stétt eða palli. Eftirfarandi upplýsingar geta hjálpað þér að finna rétta staðsetningu fyrir pottinn. Þegar þú tekur ákvörðun, mundu að rafhitaða nuddpotta er hægt að nota allt árið um kring, jafnt á sólríkum sumardögum sem frostköldum vetri. Margir eigendur nuddpotta hafa vitnað um hve notalegt er að nota pottana á vetrartíma þegar frostið og hríðin lemur umhverfið.

Staðsetning innandyra Ef einhverjum af fjölskyldumeðlimum þínum líkar ekki vetrarveðrið eða ef útisvæðið er ekki nægilega stórt, þá getur staðsetning pottsins innandyra verið góður valkostur. Þá þarf að vera nægilega stórt herbergi fyrir pottinn, eða að staðsetja hann í glerhýsi við húsið.

46


Lok fylgir Lok fylgir

Crossover • Nuddstútar: 30 stykki hreyfanlegir • Hitari: 3 kW • Dæla: 3 HPR (2070W) tveggja hraða • Ozone búnaður: innifalinn Vnr. 8089151/8089150

Made in USA

Aquirian Sérpöntun

Equinox Made in USA

Sérpöntun

Made in USA

Nuddpottur

Nuddpottur

Aquirian Euro Surnrise, 6 manna, 49 nuddstútar, 1476 lítra, 3 kW hitar, lok fylgir.

Equinox Euro Surnrise, 6 manna með legubekk, 56 nuddstútar, 1722 ltr., 3 kW hitari.

8089200

8089202

Heitir pottar 47


Termix hitastýring fyrir setlaugar: Einfaldur sjálfvirkur hitastýribúnaður Margir íslendingar hafa komið sér upp heitum setlaugum við heimili sín eða sumarhús. Víða er með þessu verið að nota síðustu hitaeiningarnar úr vatni sem ella rynni frá húsunum, en einnig er verið að blanda heitt og kalt aðveituvatn til að ná óskuðu hitastigi. Á þeim stöðum, þar sem hitaveituvatni er blandað við kalt vatn, er alltaf hætta á brunaslysum ef stjórnbúnaðurinn er ekki vandaður eða rétt valinn. Það er því nauðsynlegt að velja rétta öryggisbúnaðinn og stilla hann rétt til þess að forðast brunaslys. Danfoss býður hér hitastýringu frá dótturfyrirtæki sínu Gemina-Termix. Þessi stýring er sérstaklega hönnuð og framleidd skv. óskum frá Danfoss hf á Íslandi. Það er því tryggt að stjórnbúnaðurinn miðast alfarið við íslenskar aðstæður.

Tvöfalt öryggi Á hitastýringunni frá Danfoss er tvöfalt öryggi. Annars vegar er blöndunarloki þar sem blöndun heita og kalda vatnsins fer fram, og hins vegar er yfirhitavari sem lokar fyrir vatnsstreymi til laugarinnar ef blöndunarlokinn sendir frá sér heitara vatn en forstillt gildi segir til um. Þetta gæti gerst ef blöndunarlokinn bilar, eða ef eitthvað hindrar streymi kalda vatnsins að blöndunartækinu. Þannig dregur tvöfalt öryggið mjög úr líkum á því að brunaslys verði.

Notkun Blöndunarlokinn er venjulega stilltur á ca 42 °C (fer eftir aðstæðum). Stjórnstöðin er stillt á óskað hitastig í setlauginni. Úr stjórnstöðinni kemur skynjari í laugina. Stjórnstöðin hleypir síðan vatni gegnum segullokann öðru hvoru, eingöngu til þess að viðhalda óskuðu hitastigi í lauginni. Ef hitastig vatnsins frá blöndunartækinu verður hærra en forstillt hitastigá yfirhitavaranum, þá lokar hann fyrir vatnsstreymið.

Efni Öll rör í hitastýringunni eru úr ryðfríu stáli, og allar röratengingar eru skrúfaðar með völdum gæðaþéttingum. Þá er einnig hægt að fá snyrtilegan skáp úr grálökkuðu blikki til þess að hylja hana á veggnum (sjá mynd hér að ofan).

Tengigrind fyrir heitan pott Vnr. 8961595

48

Helstu eiginleikar: • Rafeindastýring nemur hitastig í setlauginni • Lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð • Tvöfalt öryggi • Auðveld í uppsetningu


Termix VX tengigrind: Tengigrind fyrir lokuð hitakerfi íbúðar- og sumarhúsa Víða á Íslandi eru uppleyst efni í hitaveituvatninu sem notað er til hitunar eða neyslu. Þessi efni geta valdið útfellingum í lögnum og stjórnbúnaði. Yfirleitt eru þessi efni talin skaðlaus, en með tímanum fara þau að hafa áhrif á stjórnbúnað hitakerfa og trufla þannig virkni stjórnbúnaðarins. Hægt er að komast hjá þessu með því að nota varmaskipti sem notar “óhreina” hitaveituvatnið til þess að hita upp hreint ferskvatn til upphitunar í lokuðu hringrásahitakerfi. VX tengigrindin er með einum varmaskipti, til notkunar fyrir t.d. lokuð ofna- eða gólfhitakerfi. Þetta kemur ekki aðeins í veg fyrir að útfellingar trufli stjórnbúnað kerfanna, heldur minnka lokuð kerfi stórlega líkur á tæringarvandamálum með tilheyrandi vatnstjónum.

Búnaður VX tengigrindin er til í tveim mismunandi útfærslum. Önnur gerðin (sjá mynd hér að ofan) er með hefðbundnum AVTB hitastilli, búnaður með áratuga reynslu við íslenskar hitaveituaðstæður. Hin gerðin er með ECL stjórnstöð og mótorloka. Þessi útfærsla er heldur dýrari, en með henni fæst mun nákvæmari hitastýring í húsnæðinu vegna þess að ECL stjórnstöðin stýrir með tilliti til útihitastigs.

Efni Öll rör og plötur í varmaskipti VX tengigrindarinnar eru úr ryðfríu stáli. Allar röratengingar eru skrúfaðar og með völdum gæðaþéttingum. Þá er einnig hægt að fá snyrtilegan skáp úr hvítlökkuðu blikki til þess að hylja grindina á veggnum (sjá mynd að ofan). VX tengigrindin er, eins og allar tengigrindur frá Danfoss, afar auðveld í uppsetningu og notkun.

Tengigrind f/ sumarbústað, 12 kW, Termix VX3, dugar fyrir allt að 140 m2 sumarhús Vnr. 8961594

Helstu eiginleikar: • Minni tæringarhætta • Minni hætta á vatnstjónum • Fæst með ECL stjórnstöð • Sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður • Vönduð vara úr ryðfríu efni • Hentar jafnt íbúðarhúsum sem sumarhúsum

Hitastýring 49


Rafhitun á þakrennum og niðurföllum Margir þekkja að í umhleypingasömu veðri á Íslandi vilja þakrennur og niðurföll oft stíflast af völdum þess að vatn og krapi frýs og stíflar niðurfallið. Við þessu er sú einfalda leið að setja hitaleiðara í rennuna og efst í niðurfallsrörið. Ein útgáfan er að hafa kveikt á svona hitaleiðara yfir vetrartímann og slökkva á sumrin, en hagkvæmari leið er að tengja viðeigandi hitastilli með hitanema, sem stýrir því hvenær hiti er á leiðaranum. Sá hluti leiðarans sem leiddur er í niðurfallið er oft festur við keðju sem tryggir að hitaleiðarinn hangi kyrr á sínum stað. Festiklemmur eru hafðar með 25 sm millibili. Svipaðir hitaleiðarar, með eða án hitastillis eru notaðir til að frostverja vatnsinntök. Dæmigerður frágangur á hitaleiðara í þakrennu.

Rafhitun á gólfhita Gólfhitun húsa hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum, og er yfirleitt þá verið að ræða um að nota hitaveituvatn, eða vatn frá forhitara sem leitt er um pípur um gólfið undir gólfklæðningu. Ekki eru allir með aðgengi að heitu vatni eða með aðstæður til að nýta sér slíka gólfhitun, og þá er sá valkostur í boði að setja rafhitun undir gólfklæðningu. Dæmi um slíkt er að setja hitamottu undir flísalögn í baðherbergi sem tryggir bæði jafna og góða upphitun á herberginu og samhliða er gólfið heitt og þornar því fyrr.

Nánari upplýsingar um rafhitun á rennum og niðurföllum, og rafhitun gólfa veitir Ískraft, Smiðjuvegi 5 í Kópavogi, sími 535 1200 eða sjá nánar heimasíðu Ískrafts: www.iskraft.is

50


Snjóbræðslukerfi Mjög hefur færst í vöxt að nýta frárennslisvatn frá hitakerfi húsa til að hita upp gangstíga og bílastæði, og auðvelda þannig snjómokstur og komast hjá hálku. Ef aðeins er verið að nýta frárennslisvatnið takmarkar það flötinn sem snjóbræðslan nær að afkasta, en ef hitastig frárennslisvatns er aukið með auknu vatnsstreymi heitara vatns er hægt að hafa flötinn stærri.

Undirbúningur Ganga þarf frá því svæði sem á að leggja snjóbræðslukerfi að það sé slétt. Eigi að leggja kerfið undir hellulögn þarf að hafa sandlagið undir hellunum á bilinu 55 til 70 mm til að gefa rými fyrir rörin. Sandlagið er sett á þjappað undirlag.

Snjóbræðslurör PEM, 25 mm, hitaþolin 50° bar Vnr. 8120400

Ef leggja á snjóbræðslukerfi í heimkeyrslu og malbika síðan yfir, þarf að setja lag úr malaðri grús, sem er 55 til 70 mm á þykkt, ofan á vel þjappað undirlag. Ef fyllingarefnið er gróft er hætta á að það geti skaðað rörin, því getur verið góður kostur að setja fínni sand umhverfis rörin þegar þau eru lögð og síðan grús ofan á.

Að velja rétt rör Húsasmiðjan selur rör í snjóbræðslukerfi frá íslenskum framleiðendum, sem hafa aðlagað framleiðsluna að okkar sérþörfum. Um er að ræða nokkrar gerðir af rörum, sem ætluð eru til lagna í snjóbræðslukerfum. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum um hvaða gerð henti best og þeir aðstoða við að reikna út það magn sem þarf til verksins.

Kerfið lagt Leggja þarf rörin í snjóbræðslukerfið þannig að bilið á milli þeirra sé sem jafnast, helst að það séu um 25 sentímetrar á milli röra. Best kemur það út að leggja rörin þannig að rör sem flytja heitt vatn inn á kerfið og rör sem flytja kaldara vatn til baka liggi hlið við hlið.

Tengigrind fyrir snjóbræðslu AVTB 10 kW, dugar fyrir 50-60 m2 af snjóbræðslu Vnr. 8961584

Lághitafrostlögur ætlaður til notkunar fyrir snjóbræðslu, gólfhitun og miðstöðvarofnakyndingu. Þessi frostlögur verndar lagnir, dælur og annan stjórnbúnað fyrir tæringu og hindrar gróður- og gerlamyndun í lagnakerfinu. Frostlögur 20 ltr, fyrir snjóbræðslu- og ofnakerfi Vnr. 9022425

Hitastýring 51


ALLT EFNI TIL AÐ SMÍÐA OG KLÆÐA ÞITT EIGIÐ GUFUBAÐ Harvia er einn fremsti framleiðandi af efni og ofnum fyrir finnsk gufuböð (sauna). Húsasmijðan býður allt efni fyrir sauna gufuböð ef þú vilt smíða þitt eigið gufubað. Klæðningar fyrir gufuböð og bekki eru frá Harvia í Finnlandi. Við smíði á finnskum sauna gufuböðum er gott að hafa í huga að nota sérstakt efni, ekki hefðbundnar klæðningar. Eingöngu er notuð ösp sem hitnar minna en hefðbundinn viður og þolir vel raka.

52


Afkastamiklir miðstöðvarofnar sem nýta hitann vel Frumskilyrði að góð nýting fáist við upphitun á húsnæði er að miðstöðvarofnarnir skili sínu hlutverki vel, en séu jafnframt ekki of plássfrekir og auðveldir í uppsetningu. Þetta á sérstaklega við þegar verið er að huga að endurbótum eða setja upp ofnakerfi í húsum sem ekki hafa verið með miðstöðvarhitun fyrir, svo sem í frístundahúsum þar sem verið er að taka inn hitaveitu. HENRAD miðstöðvarofnarnir eru þunnir og hlutfallslega fyrirferðarlitlir, sem byggist á nýrri framleiðslutækni, en með mikil afköst sem byggjast á hönnun ofnsins. Ofnarnir eru grunnaðir með böðum og lakkaðir með nýjustu duftlökkunar-tækni og síðan bakaðir við 170°C. Liturinn er RAL Δ9010 Ofnarnir eru þrýstiprófaðir við 13 bör, vinnuþrýstingur er 10. Efnisþykktin er 1,25 mm. Mesta vatnshitastig er 130°C. Ofnarnir eru vottaðir af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, skv. ÍST EN 442. Henrad ofnarnir eru með 10 ára ábyrgð að því gefnu að vatnið sé gallalaust, ofninn sé settur upp af fagmanni og gegn framvísun á nótu.

Gerðir og ytri mál Ofnahæð

mm

300

400

500

600

Bil milli stúta

mm

250

350

450

550

G 11 DIN no. 3925/96

G 21 DIN no. 3927/96

G 22 DIN no. 3928/96

G 33 DIN no. 3929/96

53


Einfalt og þægilegt í ­uppsetningu

Nánari upplýsingar á iskraft.is og ráðgjöf veitir sérfræðingur okkar Sigurður Gunnar Ragnarsson, siggig@iskraft.is og í síma 535-1209.

EO HLEÐSLUSTÖÐVAR

fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki, hagstætt verð, gæði og falleg hönnun

EO hleðslustöðvarnar eru frábær lausn fyrir ­rafbílaeigendur. ­ Þessar hleðslustöðvar eru breskar og ­sameina gæði og hagstætt verð í fallegri hönnun sem vakið hefur ­verðskuldaða athygli í Evrópu. EO Mini – Hleðslustöð fyrir heimili og fyrirtæki • Ein minnsta hleðslustöðin á markaðnum • Sérstaklega hentug fyrir heimili • Álagsstýring sem styður allt að 6 EOmini • Fæst í 3,6kW og 7,2kW eins fasa útgáfum • Með innbyggðri DC vörn • 3 ára ábyrgð

Grunnlitir eru silfur og hvítt. Hægt að panta aðra liti

EO Basic hleðslustöð • EO Basic er hönnuð fyrir heimili og fyrirtæki þar sem þú setur í samband og byrjar að hlaða. Einfalt og þægilegt • 3,6kW/16A og 7,2kW /32A • Fæst í hvítu • Býður upp á lyklalæsingu á stöð með lausum kapli • Álagsstýring og innbyggt 6 mA DC vörn • 3 ára ábyrgð

54

Ískraft er hluti af samstæðu Húsamiðjunnar og hefur frá árinu 1975 verið í hópi leiðandi fyrirtækja í sölu rafmagns-, raflagna- og lýsingarbúnaðar.

www.iskraft.is


HEIMAVÖRN FYRIR HEIMILI OG FYRIRTÆKI Leiðandi í vörnum heimila, sumarhúsa og fyrirtækja

Við bjóðum upp á þrjár gerðir af heimilispökkum. Allt sem er í kassanum er parað saman og tilbúið til uppsetningar Heimilispakkarnir samanstanda af Byrjunarpakkanum, Húsapakkanum og Íbúðarpakkanum. Viðskiptavinurinn velur þann pakka sem hentar best fyrir hans aðstæður. Upplýsingar um kerfið og uppsetningu þess er að finna á www.iskraft.is og www.husa.is. Eins aðstoða sölumenn Ískrafts í síma 5351200. Byrjunarpakkinn Stjórnstöð 1x hurða- og gluggaskynjari 1x fjarstýring Límmiði

Húsapakkinn Stjórnstöð og lyklaborð 2x hreyfiskynjari 2x hurða- og gluggaskynjari 2x fjarstýring 2x snjalllyklar - límmiðar

Íbúðarpakkinn Stjórnstöð og lyklaborð 1x hreyfiskynjari 1x hurða- og gluggaskynjari 1x fjarstýring 1x snjalllykill - límmiðar

Hleðslustöðvar og heimavörn 55


REGLULEGT VIÐHALD Á ÞAKI ER LYKILATRIÐI Það fer alfarið eftir byggingarlagi hússins og hæð hvort húseigandinn getur sjálfur annast viðhald á þaki og þakrennum. Á hinn bóginn geta flestir húseigendur skoðað ástand þaksins og gengið úr skugga um hvort þörf er á viðhaldi. Fyrsta skrefið er að skoða ástand þaksins. Meirihluti eldri húsa er með þakjárn úr galvanhúðuðu bárujárni sem hefur verið málað. Á slíkum þökum þarf að skoða vel yfirborðið, hvort málningin er farin að flagna, eða hreinlega eyðast þannig að byrjað er að skína í járnið í gegn. Í slíkum tilfellum kemur eyðing málningarinnar fram sem tæring eða ryðlitur í lágbáru þar sem vatn getur legið. Einnig þarf að athuga vel vort naglahausar séu byrjaðir að ganga upp, þannig að bil sé farið að myndast frá naglahausnum að yfirborði á járninu. Ef allt er eðlilegt á að nægja að slá niður einstaka naglahausa, bursta yfir járnið með vírbursta, eða nota bárujárnssköfu, og mála síðan yfir. Ef slit eða tæring er komin í ljós þarf að bursta slíka fleti vel með vírbursta, mála yfir fletina með ryðvarnarmálningu eða menju, þið fáið upplýsingar um viðeigandi efni í málningardeildum Húsasmiðjunnar. Sama á við um naglahausana, þá þarf að bursta vel og mála með ryðvarnarmálningu eða menju. Skiptið um nagla ef þeir eru byrjaðir að tærast mikið. Þegar þessi grunnmálning hefur þornað er hægt að mála þakið á hefðbundinn hátt. Notkun á þakklæðningu úr alusink eða með innbrenndum lit hefur færst í aukana á síðari árum. Þessi þök þarfnast líka eftirlits og viðhalds. Þakklæðningu úr alsusink er vel hægt að mála og gilda leiðbeiningar um hefðbundið þakjárn við um það. Nýrri gerðir þakklæðningar eru festar niður með nöglum, eða þakskrúfum, sem eru með þéttihring undir naglahausunum. Gæta verður vel að því að naglahausinn og þéttingin hvíli vel á járninu, því ella getur lekið með gatinu, og los á milli járns og naglahauss getur kallað fram tæringu með tímanum vegna hreyfingar á járninu sem þá nuddast við naglann.

56


Hvert er hlutverk þakrenna? Góðar þakrennur sem eru í lagi veita ekki aðeins vatni sem fellur á þökin í niðurföll, því þær vernda útveggi hússins fyrir því vatni sem ella myndi streyma af þakinu í votviðri. Þakrennur eru að miklum hlut blikkrennur sem tærst og ryðga með tímanum fái þær ekki viðeigandi viðhald. Á síðari árum hefur því færst mjög í vöxt að nota þakrennur úr plastefnum sem ekki kalla á jafn mikið viðhald, eða blikkrennur sem eru plasthúðaðar eða með innbrenndum lit sem eru með meiri endingu en hefðbundnar blikkrennur.

Af hverju er mikilvægt að hreinsa rennur? Mikilvægasti þátturinn í viðhaldi á þakrennum er að hreinsa óhreinindi og rusl úr þakrennum. Rusl sem sest í þakrennur veldur því að vatnið á ekki lengur greiða leið úr rennunnum, sest í polla og þar sem vatnið liggur hraðar það tæringu og ryðmyndun. Þess vegna er mikilvægt að hreinsa rennurnar vandlega vor og haust, og skoða vel hvort einhver tæring eða ryðmyndun er til staðar. Ef svo er þarf að bursta ryðið vel og grunna síðan með ryðvarnargrunni áður en málað er yfir með heppilegri málningu. Ef tæringin er orðin svo mikil að gat er komið í gegn er annað hvort nauðsynlegt að skipta um rennur eða ef skemmdin er aðeins á litlu svæði er hægt að fá sérstaka límborða í Húsasmiðjunni, sem eru límdir yfir skemmdina í rennunni og síðan málað vandlega yfir. Borðinn er skorinn í rétta stærð og lagður með hitabyssu. Skoða þarf vel allar rennufestingar, hvort þær eru farnar að tærast og ef svo er þarf að bursta þær upp, grunna og mála síðan yfir.

Þegar þak lekur Kannaðu ástand þaksins á hverju ári. Leitaðu til fagmanna ef skipta þarf um þakefni eða endurnýja hluta þess. Leka skal alltaf stöðva við fyrsta tækifæri. Leka í þaki má stöðva með sérstökum efnum tímabundið sem fást í málningardeildum Húsasmiðjunnar. Varanleg viðgerð vegna leka verður helst unnin með aðstoðar fagmanna sem tryggja að frágangur sé fullnægjandi.

Viðhald 57


PLASTMO ÞAKRENNUR

auðveldar í uppsetningu • ryðga ekki • Yfir 50 ára reynsla Dönsku Plastmo þakrennurnar úr plasti hafa sannað styrk sinn í meira en hálfa öld. Loftmengun og saltúði á strandsvæðum hefur ekki áhrif á plastið. Þær eru sterkar og halda styrk sínum í mörg ár. Rennurnar eru auðveldar í uppsetningu og henta vel til að skipta út gömulum rennum þar sem hægt er að nota gömlu rennuböndin.

Umhverfi Plastmo þakrennur úr plasti innihalda ekki nein mýkingarefni eða þungmálma sem eru skaðleg fyrir umhverfið. Hægt er að farga afgöngum sem til falla við uppsetninguna á næstu endurvinnslustöð. Efninu er safnað saman og er endurnýtt í nýja framleiðslu.

Efni Hægt að fá í hvítu og gráu.

Þakrennur úr plasti eru búnar til úr endurnýtanlegu blýlausu hörðu pólývínilklóríð, sem inniheldur engin mýkingarefni. Plast tærist ekki né ryðgar, og gengur ekki í samband við önnur efni. Þess vegna er hægt að nota plast á öllum gerðum þaka. Hið sérstaka Plastmo Lím binst plastrennunni, sem gerir samsetningu með líminu sérlega sterka og stöðuga.

Veður og loftslag Plast þolir sérlega lágt hitastig og mikið álag af snjó og ís, án hættu á að það springi í frosti. Plast verður heldur ekki fyrir áhrifum af loftmengun eða saltúða. Það er því hægt að nota plast óháð búsetu.

Gott ráð Látið annað langband stigans hvíla á rennufestingu þegar verið er að setja upp eða hreinsa lauf úr rennum. Þannig er hægt að komast hjá skemmdum á plastrennunni.

58


ISOLA ÞAKPAPPI OG BRÆÐSLUPAPPI leiðandi í þakefnum • allar gerðir af þökum

Isola er leiðandi framleiðandi í þakefnum sem tryggja þétt þök og býður upp á lausnir fyrir allar gerðir af þökum. Isola er með vottun NS-EN-ISO 9001:2000. Skoðið fleiri lausnir á www.isola.no

Isola D-glass þakpappi D-glass þakpappinn er tjörupappi (asfaltbaseraður) ætlaður undir þakplötur . D-glass þakpappinn er með kantstyrkingum sem hindrar að hann rifni, naglfestan er meiri og pappinn þolir meira.

Isola Mastertek Isola Mestertekk er eins-lags pappi fyrir hallandi og flöt þök. Pappinn er festur niður með sérstökum festingum og bræddur saman á köntum með gaslampa. Sérstakleg gerður fyrir norðlægar veðuraðstæður.

merktur.

Isola Dobbelt Lag Isola Dobbelt Lag er tveggja laga pappi (membran) sem innieldur sbspolymerasfalt. Samanstendur af Isola Kraftundirlag og Isola Sveiseoverlag. Neðra lagið er fest mekanískt og yfirlagið heilbræðist við undirlagið. Dobbeltlag má leggja á flest hefðbundin þök, steinsteypt, timbur, krosvvið eða einangrunarplötur, og passar bæði fyrir hallandi og flöt þök.

Viðhald 59


ÍSLENSK ÞAKULL FRÁ STEINULL HF. Húsasmiðjan býður nú upp á afar hentuga lausn við einangrun bygginga. Um er að ræða stífar steinullarplötur frá Steinull h.f. með álímdri óbrennandi netstyrktri álfilmu, sem bæði nýtist sem endanlegt innra yfirborð og rakasperra. Plötuna er auðvelt að festa upp og útfæra með ýmsu móti. Ódýr og fljótleg lausn sem uppfyllir fyllilega væntingar um útlit og endingu.

Veggplata

Sökkulplata

Steinullareinangrun sem ætluð er undir loftræstar klæðningar,

Steinullareinangrun sem ætluð er utan á sökkla og undir botnplötu

utan á þétt burðarvirki. Þarfnast ekki vindvarnarlags. Rakavarin,

á fyllingu. Rakavarin, stíf einangrun sem nota má niður á allt að 4 m

hálfstíf einangrun, viðurkennd vörn gegn bruna og hljóði.

jarðvegsdýpt og undir steypta botnplötu einbýlis-húsa og iðnaðarhúsa fyrir léttan iðnað.

60

Þakull/þéttull

Þéttull m/vindpappa

Alhliða steinullareinangrun í útveggi, loft, veggi og gólf þar

Steinullareinangrun með áföstum vindpappa sem ætluð er í þök

sem einangrunin verður ekki fyrir álagi. Rakavarin einangrun,

og útveggi. Rakavarin einangrun , viðurkennd gegn bruna og hljóði.

viðurkennd gegn bruna og hljóði. Hentug einangrun

Gufuflæðismótstaða vindpappa er minni en 20 pam. Möguleiki á

í nýbyggingar sem og viðhald eldri bygginga.

sérframleiðslu í öðrum þykktum og stærðum.


KLÆÐNINGAR OG ÞAKJÁRN

bárujárn• þakefni úr áli og stáli• klæðningar • ýmsir litir • íslensk framleiðsla Húsasmiðjan býður viðskiptavinum sínum einungis upp á hágæða klæðningar frá Límtré Vírnet í Borgarnesi. Hægt er að fá klæðningar í hinum ýmsu formum eins og báru, trapisu eða sléttar. Einnig er litaúrvalið fjölbreytt til að koma til móts við þarfir hvers og eins

Þakjárn

Alusink 0,5 mm vnr. 430399

Bárujárn

Grænt poly bárujárn, litur sem fellur vel að umhverfinu. Afar slitsterkt og endingargott. 0,5 mm vnr. 430416

Litað ál

0,67 mm. vnr. 430412

Viðhald 61


TRYGGÐU FJÁRFESTINGUNA MEÐ GÓÐU VIÐHALDI Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er bundin í húsnæði, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði í þéttbýli eða frístundahús í sveitinni. Allt húsnæði þarfnast viðhalds og ein besta tryggingin sem hægt er að fá gagnvart því að þessi fjárfesting haldi verðgildi sínu er að sjá til þess að viðhald sé í góðu lagi.

Skipta má viðhaldi í tvo flokka Í raun má skipta viðhaldi í tvo flokka. Annars vegar það viðhald sem húseigandinn getur framkvæmt sjálfur með góðu móti og hins vegar það viðhald sem kallar á aðstoð iðnaðarmanna og sérfræðinga. Það skal undirstrikað hér að ef einhver vafi leikur á um framkvæmd viðhalds á að kalla eftir aðstoð sérfræðinga eða iðnaðarmanna á því sviði sem viðhaldið nær yfir, annað hvort til að fá ráðgjöf varðandi framkvæmdina eða til að annast viðhaldið.

Vertu vakandi fyrir ástandi eignarinnar Viðhald húsa byggist að miklu leyti á því að eigendur og umráðamenn húsnæðis séu vakandi fyrir því að fylgjast með ástandi húseignarinnar og grípa strax til aðgerða ef þörf krefur. Ef það er gert er næsta víst að kostnaður við viðhaldið verður miklu minni en þegar framkvæmdir eru dregnar of lengi.

Hafðu þetta í huga Viðhald húsa byggist að miklu leyti á því að eigendur og umráðamenn húsnæðis séu vakandi fyrir því að fylgjast með ástandi húseignarinnar og grípa strax til aðgerða ef þörf krefur. Ef það er gert er næsta víst að kostnaður við viðhaldið verður miklu minni en þegar framkvæmdir eru dregnar of lengi.

62


Gott að hafa í huga Leitaðu álits faglærðra málara eða smiða ef gluggi virðist skemmdur eða fúinn. Leitaðu ráðgjafar í málningardeildum Húsasmiðjunnar varðandi áhöld og efni til verksins. Farðu yfir glugga a.m.k. árlega og kannaðu hvort komið er að reglulegu viðhaldi. Reglulegt viðhald lengir líftíma gluggans og kemur í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir eða jafnvel nýja glugga.

Gluggar og gott viðhald Eitt af þeim verkum sem margir húseigendur geta annast sjálfir er viðhald á gluggum. Góð regla er að skoða gluggana vel á hverju vori og skoða hvernig þeir koma undan vetri. Er málningin farin að losna eða flagna? Með því að skoða málninguna vel kemur strax í ljós ef svo er. Besta leiðin er að bregða málningarsköfu eða svipuðu áhaldi á málninguna næst glerinu, eða stinga í málninguna með hnífsoddi, og ef hún lætur ekki undan þá er ástand gluggans í góðu lagi og ekki þörf á viðhaldi að sinni. Ef málningin á hinn bóginn losnar upp þá er komin þörf á viðhaldi og þá þarf að skoða vandlega hversu umfangsmikið það þarf að vera. Ef málningin losnar af í stórum bitum, þannig að viðurinn einn er eftir,þá hefur undirvinnu verið áfátt, eða ekki hafa verið notuð rétt efni í byrjun. slíkum tilfellum þarf að skoða vel hvort viðurinn sé farinn að fúna, og grípa þurfi til víðtækara viðhalds en bara að mála. Leitið aðstoðar sérfræðinga eða fagmanna ef vafi leikur á ástandi gluggans.

Viðhald 63


MÁLAÐ UTANHÚSS Vinnu við utanhúsmálningu má skipta í tvo flokka. Annars vegar það viðhald sem húseigandinn getur framkvæmt sjálfur með góðu móti og hinsvegar það viðhald sem kallar á aðstoð iðnaðarmanna og sérfræðinga. Flestir húseigendur fylgjast vel með útliti hússins síns og sjá því fljótt hvort þörf er á viðhaldi. Almenna reglan varðandi steinsteypt hús er að mála húsin með ákveðnu millibili, sem fer eftir gerð þeirrar málningar sem notuð hefur verið. Ef engar skemmdir eru sjáanlegar er nægilegt að skafa lausa málningu í burtu, bursta með vírbursta og mála síðan yfir. Leitið eftir ráðgjöf í málningardeild Húsasmiðjunnar, og þá er gott að vita hvaða málning er á húsinu fyrir, því það auðveldar starfsmönnum málningardeildar ráðgjöfina. Ef skemmdir eru hinsvegar sjáanlegar á yfirborðið steypunnar, svo ekki sé talað um sprungur, er ráðlegt að kalla til sérfræðing og athuga málið. Sprunguviðgerðir í steinsteypu eru yfirleitt ekki á færi leikmanna og kalla á aðstoð iðnaðarmanna.

Jotun Mur, múrgrunnur Grunnur á bæði nýjan og gamlan stein. Einnig á gamla málningu. 7120250

64

Jotun Akryl Mur

Silkimött alkalíþolin 100% akrýlmálning. Notast á nýjan eða áður málaðan múr. Gefur slétta silkmatta áferð sem helst hrein og hefur mikið viðnám gegn veðrun, súru regni og annarri mengun. Gljástig 7. 7049503-12


Lady Pure Color

Algjörlega mött málning, einstök litaupplifun. Ein vinsælasta málningin í dag. Þekur vel og mjög slitsterk. 7122040-53

MÁLAÐ INNANHÚSS Margir kjósa að mála sjálfir innanhúss, t.d. stofuna, barnaherbergið eða bílskúrinn. Við mælum þó með að fá fagmenn til aðstoðar með stærri verk, þar sem loft og háir veggir eru oft ekki á færi leikmanna. Áður en hafist er handa við að mála er mikilvægt að þrífa óhreinindi af fletinum. Fjarlægja skal nagla og skúrfur og spartla í með góðu spartli og pússa svo yfir með sandpappír þegar spartl er þornað. Oftast er blettað yfir viðgerð með þeim lit sem mála á með áður en málun hefst. Mikilvægt er að velja góða málningu eins og t.d. Jotun Lady, sem þekur vel, ýrist ekki og auðvelt er að þrífa með rökum klút síðar meir. Það er mikill gæðamunur á málningu og mikilvægt að leita sér upplýsinga í málningardeildum eða hjá málurum áður en hafist er handa. Það getur margborgað sig að kaupa gæðamálningu sem þekur vel, endist og þolir þrif með rökum klút.

Góð ráð fyrir innanog utanhúss málun Geymdu rúllu og pensla í plastpoka milli umferða. Mældu stærð flatarins sem á að mála áður en málningin er keypt. Fjarlægðu málningarlímband af fleti eins fljótt og hægt er. Lady Vegg 10

Einstaklega slitsterk akrýlmálning, fyrir stofuna, svefnherbergið og baðherbergið. Þekur nánast hvaða lit sem er í tveimur umferðum. Auðvelt að þrífa með rökum klút þegar málað er með Lady og hentar því á í öll herbergi. Mest selda málningin í Húsasmiðjunni. 7122200-7122239

Notaðu málningarplast til að hylja það sem málning má ekki fara á eins og húsgögn og gólfleti.

Viðhald 65


HARÐVIÐARKLÆÐNINGAR Fallegur harðviður getur verið mótvægi við aðrar veggjaklæðningar og undirstrikað hönnun hússins Það hefur færst í vöxt að klæða byggingar að utan með dökkum harðviði, sérstaklega með öðrum veggjaklæðningum, til dæmis báruáli eða sléttu áli. Dæmi um slíkar harðviðarklæðningar eru Jatoba, Tatajuba og Mahóní. Jatoba er rauðbrúnn harðviður með vel sjáanlegar viðaræðar. Jatoba er sérstaklega harður harðviður og er notuð í ýmsan byggingariðnað, gólfefni, hurðir, gluggakarma og loft- og veggklæðningar. Tatajuba er ljósari harðviður, ljósbrúnn sem getur dökknað á með tímanum í dagsbirtu í dökkbrúnan lit nálægt mahóní. Tatajuba er notaður í byggingariðnaði, í gólfefni, vegg- og loftklæðningar. Til þess að viðhalda þeim djúpa lit sem allur harðviður hefur upp á að bjóða þarf að olíubera viðinn reglulega, því ella getur hann gránað með tímanum.

VIÐARKLÆÐNINGAR Á ÚTVEGGJUM Náttúruleg, hlýleg og umhverfisvæn klæðning Timbur er náttúruleg afurð og þolir vel miklar sveiflur í hita og kulda, jafnvel betur en flest önnur byggingaefni. Einangrunargildi timburs er einnig sérstaklega mikið. Þess vegna eru timburhús, eða hús klædd með timbri eitt algengasta byggingaefni á norðurhveli jarðar. Í dag er algengast að timburhús séu klædd með “vatnsklæðningu”, liggjandi borðum sem læst er saman með tappa og nót. Hvert borð leiðir rigningarvatn yfir samskeytin og niður á næsta borð og þannig áfram til jarðar. Á árum áður tíðkaðist einnig “standandi” klæðning og þá var klætt “ein utan á tvær” sem fólst í því að eitt viðarborð huldi samskeyti borðanna á bakvið, eða. Töluvert hefur verið um það að blandað sé saman viðarklæðningu og öðrum efnum, svo sem báruáli eða sléttu áli. Hægt er að fá vatnsklæðningu í nokkrum gerðum. Viðarklæðning húsa færist í vöxt, fólki líður betur í timburhúsum og þau eru í sókn vegna þess hversu umhverfisvæn þau þykja.

66


VATNSKLÆÐNINGAR

Husasmidjan 50400 21x110 bandsawned

9 12

10

7

2

Stk/­ pakka

9,1

6

11,4

8

9,1

6

7,4

5

7,4

4

8,3

6

10,5

8

95

20°

Bandsagað 9

9

15x88 6

GRENI

Lm pr/m

Bandsagað

110

Husasmidjan 51900 SYH 21x120 17

50500

Gerð

15

FURA

Stærð

Husasmidjan 50500 15x88 bandsagat 21x110

= band sawned

6

50400

120

30°

9

Tegund

17

12

Vöru­ númer

87

8

8.5 R138

Kúpt

110

8

21

Husasmidjan 51000 21x13321x110 bandsagat 2

FURA

8

51900

2

120

= band sawned

10

1452 20

20°

21x133

Bandsagað 12

FURA

12

51000

21

9

8

Husasmidjan 51400 34x133 planed

135

10

= planed

10 145

522700

FURA

10

FURA

34x133

Bjálka­kl.

21x120

Bandsagað

135

Husasmidjan 522700 21x120 bandsagat

Husasmidjan 522700 21x120 bandsagat

= band sawned

10

= Planed

R5

21

51400

10

34

24

24

10

120

FURA/GRENI

15x95

Bandsagað

= band sawned

R5

21

516600

120

= band sawned

Klæðningar 67


VEGGKLÆÐNINGAR ÚR PANIL Fyrr á árum var algengt að innveggir í íbúðarhúsum væru viðarklæddir með panil, og jafnframt að slíkir veggir væru málaðir í mildum litum. Á síðari árum hefur notkun á þessum veggklæðningum dregist mjög saman í íbúðarhúsum í bæjum, en hinsvegar hefur stór hluti sumar- og frístundahúsa verið klæddur með panil og þá oftar en ekki er sá panill ómálaður, yfirleitt aðeins lakkaður eða hvíttaður, sem varnar því að viðurinn gulni eða dökkni með tímanum. Panill úr furu eða greni er til í nokkrum gerðum eins og sést á yfirlitinu hér til hliðar, sléttur eða rúnnaður, með einfaldri fúgu eða endafræstur með kúlu sem gefur veggklæðn ingunni sérstæðara yfirbragð.

68

Panellakk er sérstaklega ætlað á panel. Með ljósfilter sem dregur úr gulnun viðarins. Mattur latex “vatnsbæs” sem hægt er að blanda í miklu úrvali lita og gefur gagnsæa áferð Þornar fljótt og gefur góða vörn. Einnig til í hvítu til að “hvítta” viðinn.


LOFTAKLÆÐNINGAR Í stað þess að klæða loftin með panil eru í boði sérstakar loftaklæðningar, ýmist sléttar eða með viðaráferð. Þessar loftaklæðningar eru langar plötur sem eru nótaðar saman, ýmsit þannig að þær falla nánast alveg saman og mynda heilan flöt eða með vel sýnilegri fúgu. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum í timbursöludeildum eða þjónustuveri Húsasmiðjunnar varðandi þær gerðir loftaklæðninga sem eru í boði.

PANILL

Husasmidjan 55200 12x85 planed

Gerð 11

85

Husasmidjan 55500 STV 12x87 pine

FURA

Kúlu

10

17

3.5 4.5 4

4.2 3.8 4

12x85

Husasmidjan 55600 STV 12x87 spruce 12x87

Stk/­ pakka

11,8

10

11,8

10

11,5

10

11,5

10

8,9

10

8,9

10

30°

= Planed

11

85

95

20°

Slétt

4.2 3.8 4

55500

GRENI

2

95

R5.32

55300

12

3.5 4.5 4

Kúlu

10

Lm pr/m

30°

12

FURA

95

R5.32

8

= Planed

12

55200

Stærð

Husasmidjan 55200 12x85 planed 12x85

3.5 4.5 4

Tegund

4.2 3.8 4

Vöru­ númer

9

87

9

95

Slétt

8

= Planed

12

12x87 20°

3.5 4.5 4

GRENI

17

4.2 3.8 4

55600

Husasmidjan 56500 STV 12x110 spruce

9

87

9

Husasmidjan 57600 STV 12x110 pine

12x110 8

112 9

Slétt

12

GRENI

4.2 3.8 4

56500

120

20°

3.5 4.5 4

17

= Planed

9

120

8

Hvíttað

112

= Planed 12

12x110

3.5 4.5 4

GRENI

20°

4.2 3.8 4

57600

17

9

9

= Planed

69


CEMBRIT SEMENTSKLÆÐNINGAR

Cembrit hannar og framleiðir byggingarefni úr trefjaléttsteypu (­fibersementi) til notkunar á þök og ­veggi. Haft er í huga við ­þessa hönnun hagkvæmar lausnir, fallegt útlit og velferð þeirra sem nota efnið. Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar er klædd með Cembrit sementsklæðningu

70


KLÆÐNINGAR Cembrit Cover Cembrit Solid Cembrit Transparent Cembrit PLAN / Patina

VINDDÚKUR Cembrit Windstopper Extreme Cembrit Windstopper Basic Cembrit Windstopper Light

Fyrir allar vörur okkar fást fylgihlutir í sömu litum.

Fylgihlutir í sömu litum.

Fáðu fleiri hugmyndir á cembrit.dk Fáðu fleiri hugmyndir á cembrit.dk

Hafðu samband við Einar varðandi ráðgjöf og tilboð. Einar Sveinsson Söluráðgjafi byggingavöru einar@husa.is Sími: 660 3124

Trefjaléttsteypa

Klæðningar 71


GLÆSILEGAR YFIRFELLDAR HURÐIR FRÁ JELD-WEN gæði og úrval • einföld uppsetning • betri hljóðeinangrun Hurðir eru eitt þeirra atriða sem gefa heimilinu persónulegt yfirbragð, því er mikilvægt að velja hurðir sem hæfa hverjum og einum. Þegar við viljum aðeins það besta þá eru yfirfelldu hurðirnar frá Jeld-Wen besti kosturinn. Jeld-Wen er einn stærsti innihurðaframleiðandi í Evrópu og státar af miklu úrvali í sinni vörulínu. Vandaður framleiðandi með hágæða vöru þar sem allur frágangur er til fyrirmyndar. Hurðirnar eru yfirfelldar og einstaklega fljótlegar í uppsetningu. Hurðirnar eru annar svegar spónlagðar með hágæða viðarspæni sem er lakkaður með sterku lakki og hinsvegar ódýrari lausn sem eru Micro-Lam hurðir.

Yfirfelld hvítlökkuð hurð

Hvað gerir Jeld-Wen að gæða hurðum? Yfirborð: Spónlagt eða Micro-Lam. 3 mm HDF plata Hurðarkjarni úr röraspónaplötum Hurðarammi gegnheilt timbur Grunnþyngd: 12 kg/m2, Lamir: 2 stk, Læsing: Lykilskrá. Uppbygging hurðaspjalda.

72


MICRO-LAM Optima 30, DuriTop Trend Reykt eik

MICRO-LAM HURÐIR

meiri ending • minna viðhald • betra verð Micro-Lam hurðirnar frá Jeld-Wen byggjast á nýrri tækni þar sem hurðirnar eru með “Micro Laminate” húð sem eykur endingu og þolir mikið álag, heldur lit og alltaf hægt að endurnýja í sama lit og mynstri. Húsasmiðjan á alltaf til á lager hvítlakkaðar hurðir, reykta eik (MicroLam) og spónlagðar eikarhurðir. Auðvelt er sérpanta fleiri tegundir og útfærslur í gegnum Timburmiðstöðina í Grafarholti, eða í verslunum um land allt.

Sérpantanir á Jeld-Wen innihurðum Hægt að fá allar upplýsingar um sérpantanir og hið mikla úrval sem Jeld-Wen býður upp á í Hússmiðjunni. Hægt er að velja á milli margra viðartegunda og Micro-Lam áferða, eldvarnarhurða, rennihurða, með glugga, og/eða glugga við hliðina á hurð, háar hurðir, blindkarmar o.fl.

Stöðluð löm fyrir yfirfelldar hurðir frá Jeld-Wen á lager.

Löm fyrir þyngri heimilishurðir.

Yfirfelld hvítlökkuð hurð með glugga

Felliþröskuldur.

Hurðir og gluggar 73


INNIHURÐIR FRÁ SWEDOOR Húsasmiðjan býður upp á fallegar innihurðir frá sænska fyrirtækinu Swedoor, sem henta jafnt á heimili, sumarbústaði og frístundahús. Þriggja og fjögurra spjalda fulningahurðir úr furu prýða fjölda sumarbústaða sem byggðir hafa verið á undanförnum árum, og hvítmálaðar hurðir frá Swedoor, bæði sléttar og með fulningum eru á fjölda heimila. Hurðirnar eru til í 60, 70, 80 og 90 cm breidd, hæðin er 200 cm.

Fulningahurðir

Hvítar 2, 4 og 6 spjalda Fást í 60, 70, 80 og 90 cm Skrá fylgir 93151-4/931614 93196-9

Fulningahurðir

Fulningahurðir

Hvítar, sléttar Fást í 60, 70, 80 og 90 cm Skrá fylgir

Fura, Tradition 2, 3 og 4 spjalda Fást í 60, 70, 80 og 90 cm 93100-11

93330-3

HURÐAHÚNAR FRÁ HABO mikið úrval

5758670

5749500

74

5758675

5758682

5758672

5758681

5758673

5758680

5758676

5758674


ÚTIHURÐIR FRÁ SWEDOOR Úrvalið af útihurðum frá Swedoor gefur öllum möguleika á að finna hurð við sitt hæfi, bæði hvað varðar útlit og verð. Advance línan gefur ótal möguleika með val á útliti, efnum, litum og virkni þegar þarf að hanna útihurð. Clever línan er úrval af klassískum útihurðum. Möguleikarnir eru ekki óendanlegir en þú færð vandaða útihurð sem uppfyllir kröfur og er á sanngjörnu verði.

Skoðaði úrvalið á www.swedoor.dk

Hurðir og gluggar 75


RAT IONE L G L U G G A R G L U GG A R OG HURÐIR S EM ENDAS T! Að velja og kaupa glugga og hurðir er fjárfesting til framtíðar. Þess vegna er mikilvægt að velja það sem endist gagnvart veðri og vindi. Einmitt þess vegna leggur Rationel höfuð áherslu á endingu. Rationel prófar allar sýnar vörur með tilliti til einangrunargildis, hljóðkrafna og styrks. Allir gluggar Rationel eru vottaðir og slagregnsprófaðir fyrir íslenskar aðstæður. Gott og vandað gæðahandverk hefur einkennt Rationel glugga og hurðir síðan fyrsta framleiðslan fór úr verksmiðjunni í Sdr.Felding árið 1954. Rationel er byggt á traustum undirstöðum og er í dag alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki með söluskrifstofur í mörgum löndum.

76


AU R A P LU S

TRÉ/ÁL

FO R M A

TRÉ

AU R A

TRÉ

FO R M A P LU S

TRÉ/ÁL

Allir gluggar Rationel eru vottaðir og slagveðursprófaðir og henta því einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Gott og vandað gæðahandverk á mjög góðu verði. Fáðu tilboð hjá sérfræðingum okkar í Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi 12-14 eða hafðu samband í síma 525 3000 eða tölvupósti gluggar@husa.is 1

2

NÁNAR UM VÖRU

3

4

1

Val á glerlista

2

Handfang með hönnun arkitekts

3

Útloftun

4

Stillanlegar lamir

Hurðir og gluggar 77


ARLANGA PVC GLUGGAR norræn gerð glugga framleidd samkvæmt norrænum staðli PVC gluggar hafa verið að ryðja sér til rúms á norðurlöndunum undanfarin ár. Gluggarnir eru viðhaldslitlir og hafa verið aðlagaðir að norrænni hönnun og þörfum. Allir gluggar eru vottaðir og slagregnsprófaðir. Hægt er að velja tvöfalt eða þrefalt gler og mismunadi gerðir af gleri. Gluggana er hægt að fá í ýmsum litum að utanverðu. Arlanga býður upp á glugga fyrir íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og gripahús. Skoðið nánar á www.arlanga.lt

78


Þakgluggar Nýir og betri Velux gluggar sem sameina mýkri hönnun, betri virkni og meiri birtu. Bestu þakgluggarnir á markaðnum hvað varðar einangrun. Auðveld ísetning.

Hurðir og gluggar 79


TIMBURSALA HÚSASMIÐJUNNAR

Kíktu á pallareiknivélina á husa.is og fáðu tilboð

- nýjasta timbursala landsins

Timbursala Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur slegið í gegn hjá fagmönnum í byggingariðnaði og fólki í framkvæmdum. Aðstaðan er til fyrirmyndar, úrvalið frábært og timbursalan glæsileg.

FAGMANNAVERSLUN OG TIMBURSALA KJALARVOGI 12 - 14 / SÍMI: 525 3400 AFGREIÐSLUTÍMI

FAGMANNAVERSLUN / TENGILIÐIR Á FAGSÖLUSVIÐI

OPIÐ VIRKA DAGA 7:30 - 18:00 LAUGARDAGA 10:00 - 16:00

FRAMKVÆMDASTJÓRI FAGSSÖLUSVIÐS Finnur Guðmundsson Sími: 660 3033 finnur@husa.is

FAGMANNAVERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR KJALARVOGI 12-14 104 REYKJAVÍK 525 3400 / WWW.HUSA.IS

ÞJÓNUSTUVER

525 3050

thjonustuver@husa.is

80

REKSTRARSTJÓRI Sigurður Sigurðsson Sími: 660 3051 sigur@husa.is BYGGINGAVÖRUR Einar Sveinsson Sími: 660 3124 einar@husa.is Ólafur Gunnarsson Sími: 660 3071 oligunn@husa.is

Vilhjálmur Grétarsson Sími: 660 3098 villi@husa.is

Tjörvi Skarphéðinsson Sími: 660 3032 tjorvi@husa.is

Einar Jónsson Sími: 660 3098 einarjs@husa.is

Þorvarður Árni Þorvarðarson Sími: 660 3111 thorvardurarni@husa.is

Magnús Valdimarsson Sími: 525 3411 magval@husa.is Þorsteinn Gestsson Sími: 660 3133 thorstge@husa.is GLUGGALAUSNIR & ÚTIHURÐIR Hallgrímur Ólafsson Sími: 660 3086 hallgrimuro@husa.is

FITTINGS & HREINLÆTISTÆKI Ágúst Berg Arnarsson Sími: 660 3048 agustberg@husa.is Kristján Sveinsson Sími: 660 3083 kristjans@husa.is

VINNUFATNAÐUR, VIÐHALDS & HEIMILISVÖRUR Auður Auðunsdóttir Sími: 660 3181 audur@husa.is MÁLNING Gylfi Már Ágústsson Sími: 660 3061 gylfi@husa.is Arnar Már Þorsteinsson Sími: 660 3180 arnarm@husa.is Sigurður Sveinsson Sími: 660 3077 sigb@husa.is

MÚREFNI Hörður P. Eggertsson Sími: 660 3084 horðure@husa.is VERKFÆRI & FESTINGAR Guðbrandur Jónatansson Sími: 660 3144 gudbrjo@husa.is STÁLGRINDARHÚS & SAMLOKUEININGAR Ingvar Skúlason Sími: 660 3087 ingvar@husa.is Guðbjartur Halldórsson Sími: 660 3046 gh@husa.is


FAGMANNAVERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR - hér á fagmaðurinn heima

Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur slegið í gegn hjá fagmönnum í byggingariðnaði og fólki í framkvæmdum. Aðstaðan er til fyrirmyndar, úrvalið frábært og timbursalan glæsileg. Húsasmiðjan hefur um langt skeið verið leiðandi í þjónustu við byggingariðnaðinn og fólk í framkvæmdum. Árið 2017 var þjónusta við byggingariðnaðinn aukin til muna en þá var Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar opnuð í Kjalarvogi ásamt timbursölu sem er sérsniðin að þörfum fagmannsins og fólks í stærri framkvæmdum. „Fagmannaverslunin er flottasta verslun Húsasmiðjunnar frá upphafi,“ segir Sigurður Sigurðsson, rekstrarstjóri Fagmannaverslunarinnar og timbursölunnar í Kjalarvogi. Félagi hans, Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs, tekur undir þessi orð. „Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar hefur verið gífurlega vel tekið, enda er þetta algjörlega ný nálgun til að koma til móts við fagfólk í byggingariðnaðinum,“ segir hann. Í Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar eru sölumenn og ráðgjafar fyrir timbur, glugga, útihurðir, málningu, múrvörur og allar helstu þungavörur sem byggingaiðnaðurinn þarfnast. Þar fá fagmenn og fólk í framkvæmdum ráðgjöf sérfræðinga, tilboð í stærri verk og vöruúrval sem er sérsniðið að þörfum byggingariðnaðarins. „Hér er allt á einum stað. Við erum með stóra timbursölu með miklu úrvali af timbri og öðrum byggingavörum. Í versluninni er mikið úrval verkfæra fyrir iðnaðarmenn, fatnaður, festingar og lagnavörur svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Sigurður. Lang stærsti hluti viðskiptavina verslunarinnar eru iðnaðarmenn, verktakar og fólk í framkvæmdum en að sjálfsögðu eru allir velkomnir að sögn þeirra Sigurðar og Finns. Fjölbreytt vörumerki og góð þjónusta Í Fagmannaversluninni má líklega finna fjölbreyttasta úrval landsins af verkfærum á einum stað. Öll vinsælustu vörumerkin eru þar samankomin á einn stað t.d. Hikoki/Hitachi, Dewalt, Makita og Tjeb svo einhver séu nefnd. Þar geta iðnaðarmenn skoðað ólík merki og gert samanburð á verði og gæðum vörunnar. Góð þjónusta er einkennismerki Fagmannaverslunarinnar. „Sérfræðingar veita heildarráðgjöf til okkar viðskiptavina. Fagfólk okkar gefur ráð um allar tegundir verkefni, jafnt vegna nýbygginga og endurbóta á húsnæði,“ lýsir Finnur.

Sigurður Sigurðsson, rekstrarstjóri Fagmannaverslunar. sigur@husa.is / 660 3051

Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fagsölusviðs. finnur@husa.is / 660 3033

Hurðir og gluggar 81


VIÐ BJÓÐUM GÓÐA ÞJÓNUSTU Starfsfólk Húsasmiðjunnar leggur metnað sinn í að bjóða bestu mögulegu þjónustu, sérþekkingu og ráðgjöf á hverjum degi. Húsasmiðjan býður einnig upp á fjölbreytta þjónustu í verslunum sínum um land allt. Hér má sjá brot af því sem við bjóðum upp á.

ÁHALDALEIGA Í Áhaldaleigum Húsasmiðjunnar er hægt að leigja öll helstu verkfæri, s.sl. staurabora, bútsagir, borvélar og margt fleira eins og garðverkfæri og kerrur. Akranes Borgarnes Dalvík Egilsstaðir Grafarholt Hafnarfjörður Húsavík Hvolsvöllur Akureyri Selfoss Skútuvogur Reykjanesbær Ísafjörður

RAFTÆKJAVERKSTÆÐI Á Raftækjaverkstæði Húsasmiðjunnar er viðhalds- og viðgerðarþjónusta fyrir þau raftæki sem seld eru í Húsasmiðjunni. Af vörumerkjum sem við þjónustum má m.a. nefna Electrolux, Amica, Black & Deker og Hitachi. Skútuvogi 12a, Sími: 525 3912

LYKLASMÍÐI Husasmiðjan býður upp á lyklasmíði í öllum verslunum. Þar er hægtað láta smíða alla algengustu lykla á góðu verði.

82


PLÖTUSÖGUN Nákvæm tölustýrð plötusög er er í Fagmanna-og timbursölu Húsasmiðjunanr í Kjalarvogi. Þar sem hægt er að saga viðarplötur, hilluefni o.fl. eftir þínum þörfum. Einnig er hægt að láta saga plötur, hilluefni o.fl. hjá eftirtöldum timbursöludeildum í verslunum Húsasmiðjunnar í Grafarholti, Hafnarfirði, Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og Borgarnesi. Vinsamlegast athugið að sögun getur verið mismunandi á milli staða hvað varðar nákvæmni. Leitið upplýsinga hjá starfsmönnum í timbursölu á viðkomandi stað.

KJARAKLÚBBUR Kjaralúbbur Húsasmiðjunnar og Blómavals er staðgreiðslureikningur þar sem meðlimir fá sérkjör og njóta tilboða allt árið um kring. Að auki fá meðlimir forgang á útsölur o.fl. á hverju ári. Kjaraklúbburinn er einn stærsti vildarklúbbur á Íslandi. Við hvetjum alla til að skrá sig í næstu verslun, það tekur innan við 30 sekúndur og er sannkölluð kjarabót frá fyrstu kaupum.

FAGMANNAKLÚBBUR Frá upphafi hefur Húsasmiðjan lagt metnað sinn í að þjónusta iðnaðarmenn og verktaka sérstkalega vel enda kröfuharðir viðskiptavinir með mikla fagþekkingu. Með skráningu í Fagmannaklúbb Húsasmiðjunnar fá fagmenn sérkjör af vörum og tilboð sérsniðin að þeirra iðngrein, boð á vörukynningar og námskeið á vegum Húsasmiðjunnar,

VIÐSKIPTAREIKNINGAR Fyrir fólk og fagmenn í framkvæmdum Ef þú hyggur á framkvæmdir býður Húsasmiðjan upp á reikningsviðskipti og sérkjör fyrir magnkaup þegar farið er í stærri framkvæmdir. Hægt er að sækja um reikningsviðskipti hjá Viðskiptareikningum Húsasmiðjunnar. Allar nánari upplýsingar má fá í síma 525-3000.

83


EIN FULLKOMNASTA PLÖTUSÖG LANDSINS

BIESSE SEKTOR 450 K2 PLÖTUSÖG

Plötusögun um land allt... Timbursalan í Kjalarvogi Húsasmiðjan Grafarholti Húsasmiðjan Hafnarfirði Húsasmiðjan Selfossi Húsasmiðjan Akureyri Húsasmiðjan Egilsstöðum Húsasmiðjan Reykjanesbæ Húsasmiðjan Borgarnesi Fáðu samband við ráðgjafa í síma 525-3000

Tölvustýrð plötusög, sagar allar ­breiddir og lengdir af plötum, gefur full­komna sögun. XPS Þrýstieinangrun XPS einangrun er mest notuð á flöt þök og undir hellur á bílaplönum. XPS einangrun er rakaþolin þrýstieinangrun sem hefur mun meira þrýsti-og rakaþol en hefðbundin plasteinangrun. Um er að ræða pressað pólýstýrenfrauð (XPS) hitaeinangrunarefni sem heldur einangrunargetu sinni jafnvel við erfiðar aðstæður. Efnið er líka myglufrítt og hefur verið prófað með ströngustu mygluprófum sem framkvæmd eru af VTT tæknirannsóknar-miðstöðinni í Finnlandi. Lagerstærðir eru : • 50x585x1235mm

84

• 100x585x1235mm


Pantið sögun hjá Kristjáni Guðmundssyni í Fagmannaverslun Sími: 660 3047 kg@hgguðjonsson.is

Troldtekt ­loftaklæðning Troldtekt er þrautreynd vara, framleidd í Danmörku, stöðugt í þróun og hefur verið í notkun í meira en 70 ár. Þetta er 100% ­náttúruleg vara. Troldtekt er þekkt – og ­viðurkennd – fyrir sérlega góða eiginleika varðandi hljóðdeyfingu og hljóðeinangrun, sem getur dregið úr hljóðmengun og aukið hljómburð í hvaða húsnæði sem er. Torldtekt er því náttúrulegt val hvað varðar loft í ­flestum gerðum húsnæðis.

Amroc ­sementsplötur AMROC sementsplatan er með slétt, hart y­ firborð, sem sameinar kröfur um eld, hljóðeinangrun og rakavernd í einu. Fáanlegt í stærðum: • 1200x2600x8mm • 1200x3050x12mm

• 1200x2600x12mm • 1200x2600x12mm

Plötusögun 85


86


Vefverslun fagmannsins

husa.is

Verslaðu í reikning á þínum kjörum í vefverslun

Sparaðu tíma og verslaðu á husa.is

husa.is er ein stærsta vefverslun landsins og fer stækkandi

Bætum við nýjum vörum vikulega. Kynntu þér þjónustu­leiðir vefverslunar Húsa­smiðjunnar á husa.is

Reikningsviðskipti Iðnaðar­menn, fyrirtæki og fólk í framkvæmdum geta nú verslað í reikning á sínum kjörum í vefverslun Sæktu um lykilorð á husa.is

Nýr þjónustuvefur Þú getur skoðað öll viðskipti þín við okkur, fengið yfirlit reikninga, skoðað stöðu viðskiptareikninga fjárhagsfærslur, haft umsjón með verkum, úttektaraðilum o.fl.

Greiðsluleiðir Þú getur greitt með kreditkorti eða fengið greiðsluseðil í heimabankann þinn í gegnum Pei.

Heimsent Verslaðu á husa.is og fáðu sent heim að dyrum eða á næsta pósthús. Hraðsendingar samdægurs einnig í boði á höfuðborgarsvæðinu.

Pantað sótt Verslaðu á husa.is, við tökum vöruna til og þú sækir til okkar. Sjá nánar hvaða verslanir bjóða Pantað Sótt á husa.is

87


88


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.