Garðhúsgögnin alltaf eins og ný

Garðhúsgögn úr harðviði setja skemmtilegan svip á pallinn og hafa notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi.

Með reglulegu viðhaldi má lengja líftíma húsgagnanna um mörg ár og þau líta út eins og ný á hverju vori. Húsgögn sem er vel haldið við með olíuviðarvörn endast lengur og eru fallegri.

Það sama gildir um garðhúsgögn og annað tréverk í garðinum, svo sem palla og skjólveggi. Viður sem stendur óvarinn utanhúss verður oftast ljótur með tímanum.

Við mælum því með viðarvörn frá Jotun og Ronseal fyrir garðhúsgögnin.

Hér fyrir neðan má sjá myndband um viðhald á garðhúsgögnum.

Garðhúsgögn máluð með þekjandi viðarvörn

Sumir kjósa að mála garðhúsgögnin með þekjandi viðarvörn. Hægt er að velja um ótal liti í þekjandi málningu og blanda liti eftir óskum. Þannig mætti mála garðhúsgögnin hvít, svört eða í líflegum litum og þannig lífga hressilega upp á garðinn.

Viðarvörn fyrir garðhúsgögn úr harðviði

  • Munið að bera reglulega á garðhúsgögn úr harðviði.
  • Þannig lengist líftími þeirra og þau líta alltaf vel út.
  • Fáðu ráðleggingar um hvaða efni henta þér best í málningardeildum Húsasmiðjunnar.
  • Við mælum með Jotun og Ronseal viðarvörn fyrir garðhúsgögn.

Hvað er þekjandi viðarvörn?

  • Þekjandi viðarvörn hylur viðinn alveg, rétt eins og málning og lakk.
  • Með þekjandi viðarvörn má mála garðhúsgögnin í öllum litum.
  • Málningardeildir Húsasmiðjunnar blanda alla liti.
  • Við mælum með þekjandi viðarvörn frá Jotun.