Málningarvinnu utanhúss má skipta í tvo flokka

Vinnu við utanhúsmálningu má skipta í tvo flokka. Annars vegar það viðhald sem húseigandinn getur sinnt sjálfur með góðu móti og hins vegar það viðhald sem kallar á aðstoð iðnaðarmanna og sérfræðinga.

Flestir húseigendur fylgjast vel með útliti hússins síns og sjá því fljótt hvort þörf er á viðhaldi. Almenna reglan varðandi steinsteypt hús er að mála húsin með ákveðnu millibili, sem fer eftir gerð þeirrar málningar sem notuð hefur verið. Ef engar skemmdir eru sjáanlegar er nægilegt að skafa lausa málningu í burtu, bursta með vírbursta og mála síðan yfir. Leitið eftir ráðgjöf í málningardeild Húsasmiðjunnar og þá er gott að vita hvaða málning er á húsinu fyrir, því það auðveldar starfsmönnum málningardeildar ráðgjöfina. 

Ef skemmdir eru hins vegar sjáanlegar á yfirborði steypunnar, svo ekki sé minnst á sprungur, er ráðlegt að kalla til sérfræðing og athuga málið. Sprunguviðgerðir í steinsteypu eru yfirleitt ekki á færi leikmanna og kalla á aðstoð iðnaðarmanna.

No title set

Það er einfalt að fá Kauplán Húsasmiðjunnar

Þú einfaldlega kemur í verslanir Húsasmiðjunnar og gengur frá lántöku á þjónustuborði eða kassa við kaup á vöru.

Að mála útvegg — viðhald á gömlum vegg

Mikilvægt er að skafa burt og hreinsa alla lausa málningu og nota til þess spaða, málningarsköfu eða jafnvel háþrýstidælu. Næst er gott að þvo vegginn með vatni og t.d. Jotun Husvask sápu. Gott er að gera við allar steypuskemmdir eins og hægt er. Athugið að mikilvægt er að leita til fagmanna ef skemmdir eru miklar.

Áður en veggurinn er málaður er mikilvægt að grunna með Jotun grunni fyrir stein og að lokum mála yfir með tveimur umferðum af Jotun Mur, 100% akrýl útimálningu fyrir stein. Þá ætti húsið að vera orðið sem nýtt að utan.

Að mála nýjan, steyptan útvegg

Þegar mála á nýjan, ómeðhöndlaðan útvegg er mikilvægt að vanda til verka. Gott er að bursta hann og jafnvel þvo með Jotun Husvask. Þegar veggurinn er þurr er mikilvægt að mála hann með Jotun grunni fyrir múr og að lokum að fara tvær umferðir með Jotun Mur útimálningu fyrir stein.

Góð ráð fyrir innan- og utanhússmálun

  • Geymdu rúllu og pensla í plastpoka á milli umferða.
  • Mældu stærð flatarins sem á að mála áður en málningin er keypt.
  • Fjarlægðu málningarlímband af fleti eins fljótt og hægt er.
  • Notaðu málningarplast til að hylja það sem málning má ekki fara á, eins og t.d. húsgögn og gólf.

Grófar eða fínar málningarrúllur?

  • Ef steinsteypt hús eru með grófa áferð, eins og t.d. hraunaða veggi, er gott að nota grófa málningarrúllu.